17 desember 2007

5 dagar.....

Jerímías....
Núna eru 5 dagar í tilhlökkunina.

Þeir sem eru pottþéttir:

Andri
Anna Ú
Arnar Kristinn
Arndís María
Davíð Örn
Finnur Ingi
Hermann Þór
Íris Björk
Þórunn

Þetta eru 9 stykki. Núna þurfa Brynjar Örn og Eva Margrét að fara að ákveða sig. Hvað með 12.sætið ef þau bæði koma?

Alveg rétt sem Arndís María nefndi í kommenti við seinustu frétt. Við þurfum að ákveða hvar fordrykkur skal vera haldinn. Ég myndi bjóða heim ef foreldrarnir væru ekki búnir að steralisera húsið eftir jólaglöggið um seinustu helgi.


16 desember 2007

6 dagar......

Jæja...

nú er 6 dagar í jólahlaðborðið góða á Lækjarbrekku. Get varla beðið. Hvernig var þetta aftur hæstvirtur formaður? Eigum við skráð borð kl. 20:30 eða 21:00?

11 desember 2007

Freyjureikningur.....til framtíðar

Nú er félagið loksins að verða að félagi. Stofnaður hefur verið sjóður í kringum Freyjurnar sem Addi T mun halda utan um. Öllum er heimilt að leggja sitt af mörkum í þennan sjóð og mun hann vera nýttur í eitthvað þarft og nauðsynlegt. Stefnan er sett á að leggja mánaðarlega 1000 kr inn á hann.

Ef ég þekki Arnar þá heldur hann utan um hverjir hafa greitt og hverjir ekki þannig að þegar á leysa út sjóðinn fer sú útdeiling fram í punktaformi. Það þýðir hversu oft sá hinn sami eða sú hin sama hefur greitt í sameiginlega sjóðinn.

1151-15-200705
kt. 190583-3339

Er þetta ekki sniðug hugmynd??

kv.
Vef-ritari

29 nóvember 2007

Jólahlaðborð

Jólahlaðborð Freyjunnar er laugardaginn 22.desember kl. 21:00. Það verður haldið á Lækjarbrkku við Bakarabrekku niðri í miðbæ.

Þeir sem vilja sjá frekari upplýsingar um Brekkuna góðu: http://laekjarbrekka.is/hopamatsedill.php#jolahladbord

Þeir sem eru klárir: Andri, Adda, Arnar, Anna, Davíð, Finnur, Hemmi, Íris, Þórunn.

Þeir sem hafa ekki gefið endalegt svar eru: Brynjar og Eva

Er ég að gleyma einhverjum????

22 nóvember 2007

22.nóvember 2007

Jæja....
Kominn tími á eitt stykki pistil eða svo.

Engir skipulagðir fundir hafa átt sér stað í Freyjuklúbbnum að undanförnu að frátöldum gríðargóðum fundi á Víkurströndinni um daginn þegar kex og ostar voru á boðstólnum. Mexíkó osturinn var hrikalega skemmtilegur líkt og kvöldið í heild sinni. Ýmis málefni voru skeggrædd þetta kvöldið þó að sumir hafi meira verið í drykkjukeppni við sjálfan sig. Sá hinn sami endaði öruggur niðri í bæ. Guðrún markmaður var gestur fundarins en auk Freyjumeðlima voru mættir bílstjórinn, Jokkim og fylgikonu bílstjóra.

Það mál sem rætt var hvað mest var utanlandsferð næstkomandi vor eða fljótlega eftir vorpróf. Meirhluti Freyjunnar voru á því að leggja ætti Bandaríkin undir sig þetta árið og auk þess að líta við í S-Amerkíku. Virtur bílstjóri Freyjunnar auk gjaldkera geta kannski frætt okkur um hvað land er heitast í dag.

Nokkrum dögum síðar kom sú skemmtilega hugmynd upp að skella sér á jólahlaðborð og var sú hugmynd kæfð við fæðingu..... Margir góðir kostir hafa verið bornir á borð en líklegast er að Freyjan hendi sér á stað nálægt miðbænum þann 21.desember næstkomandi. Stemning hefur myndast að undanförnu um Vox á Hótel Hilton, Nordica. Ritari veit ekki nákvæmlega hver er í jólahlaðborðsnefnd er hann heldur þó að Finnur auk framkvæmdavaldsins séu að skoða kosti og galla þessa helstu staða víðsvegar um borgina.

Ég held að það sé ekki fleira í bili.....

Spurning hvort gjaldkerinn taki puttann úr rassinum á sér og fari að koma myndum á netið. Bæði bústaðaferðamyndirnar sem hann var næstum því búinn að glata með sínum aulaskap auka Herrakvöldsmynda.

Poka-Ása hvað....

10 október 2007

Freyjurnar komnar á vaktina aftur....


Úff...

eftir 2 mánaða pásu koma Freyjurnar tvíefldar til baka. Þar á undan var gríðarlegt álag sem var toppaði með góðri Þjóðhátíðarferð. Eitthvað sem verður klárlega ekki endurtekið að ári.


Háttvirtur formaður Freyjunnar, Freyjan sjálf, kom með mjög slaka hugmynd um daginn. Freyjuhittingur á jólahlaðborði í desember. Ég held að við séum búin að staðfesta þessa uppákomu. Það eina sem setur strik í reikninginn hennar Erlu Gísla, er prófatími Bíótöggunnar. Það er búið að vera svo mikið að gera hjá honum að undanförnu, en hann ætlað að harka þetta af sér og skoða próftöfluna á næstu dögum og vonandi í kjölsoginu af því láta nefndarmenn vita.


Annað atriði sem er á takteinunum er Árshátíðarferð Freyjunnar 2008. Við eigum eftir að ákveða staðsetningu þó að Freyjuhjónin vilji fara til Portúgal, og þar sem þau hafa framkvæmdavald og eru með 3 af 5 atkvæðum að baki sér geta þau slegið ferðinni föstu. Það er klárt mál að þetta mál verður ekki svæft í nefnd.


Nóg í bili..

Fátt sem toppar Ægi(s)síðuna

16 ágúst 2007

Hvað svo??

Hver er nánasta framtíð Freyjunnar??

11 ágúst 2007

Þjóðhátíðarmyndir

hvernig er hægt að toppa þetta sumar??......ok, menningarnótt og Stuðmenn eru eftir!

Þjóðhátíð fór svona 100 stigum fram úr væntingum, og voru þær nú háar fyrir. Önnur eins vitleysa og skemmtun hefur varla litið dagsins ljós. Ég læt uppáhaldsmyndirnar mínar fylgja hérna:


07 ágúst 2007

Sækja farangur

Jæja....

Þá eru leiðindin loksins á enda og ekki orðið seinna en vænna að sækja farangurinn til Arnars. Tekið verður úr kerrunni kl. 20:30 í kvöld, þriðjudagskvöld.

Kveðja,
Þorgerður Katrín

01 ágúst 2007

Vestmannaeyjar

Því miður þá styttist í Eyjar. Mestu gleðitíðindin þessa stundina eru þau að föstudagurinn lítur aðeins betur út, en hann gerði fyrir nokkrum dögum síðan, í veðrinu þ.e.a.s. Laugardagurinn verður betri og betri eftir því sem líður á daginn og á sunnudag og mánudag verður fínasta veður með 15-16 stiga hita og léttskýjuðu skv. Sigga stormi, vedur.is og belgingur.is. Nýjustu fréttir herma að vélsleðakerran sem er á stærð við 20" gám, verður í skipinu aðfaranótt föstudagsins. Þess vegna verður staflað í kerruna á B13 (Bollagarðar 23) kl. 22:30 á morgun, fimmtudag.


Einnig skal leggja 7000 kr inn á reikninginn hans Arnars fyrir seinni helmingnum af gistingunni: 1151-05-404623, kt. 190583-3339. Einnig skulu þeir sem einhverra hluta vegna eru eftir að greiða fyrri hlutann, borga ekki seinna en í kvöld.


Í öðrum fréttum heppnaðist pottafundurinn helvíti vel á þriðjudaginn og einnig Red Chilli í kjölsogið. Það sem farið var í á fundinum sem ekki hefur verið nefnt hérna var eftirfarandi:
  • Skipt var í skemmtihópa fyrir hvert kvöld í Eyjum og skulu þeir halda uppi fjörinu með leikjum og þess legu. Föstudagur: Adda, Davíð, Garðar, Gussi og Orri. Laugardagur: Andri, Arnar, Eva, Finnur, Anna. Sunnudagur: Brynjar, Hemmi, Ragna Karen, Stína, Þórunn og Íris Björk. (man ekki í hvaða hóp Íris, Stína og Anna, Garðar, Gussi og Orri voru í).
  • Stefnt var að því að hafa samræmingu í matseld þannig að einn væri ekki með goðapylsur á meðan hinn væri með innlærisvöðva og töflur með því. Yfirkokkurinn, hann Davíð og hans aumi aðstoðarmaður ákváðu eftirfarandi í dag: Föstudagur - Hamborgarar á grillinu. Laugardagur - Kjúklingabringur (helst ekki grillaður kartöflur). Sunnudagur - Kjöt (lamb, svín o.þ.h.). Einnig ákváðu þeir það að menn skyldu hafa pylsur upp á að hlaupa á daginn og yfir hádegið. Það hafa hafa það hugfast að þetta er engin skylda en engu að síður mjög gott viðmið.
  • Rassa-Gulli verður að fara með til Eyja!
  • Skemmtileg tónlist skal í hávegum höfð.
  • Búa sig eftir veðri!


Læt nokkrar myndir fylgja frá því á B13 og B43 um daginn.

Rassa-Gulli

Að sjálfsögðu

Einmitt

Góður svipur

ÖÖÖmmmurleg!!!

Sleingja 19" upp yfir axlir eftir klósettferð

28 júlí 2007

Myndir úr bústaðaferðinni (uppfært)

Vonandi eru flestir búnir að sjá myndirnar núna...
Annars þá læt ég nokkrar fylgja hérna:

Vel byrgð fyrir helgina

Einmitt

Að sjálfsögðu
Orri og Garðar

Mmmmmm.....

Að sjálfsögðu þurfti að teygja á þessum helstu vöðvahópum

Jájá...

Hvað ertu að gera Garðar???

Mmmmm....pant vera í þessari stöðu undir Arnari

Vitaskuld kíkir maður aðeins út eftir að hafa hoppað í rúminu þeirra Arnars og Írisar

23 júlí 2007

Morkna ferðin í bústaðinn

Jæja...þá er ein leiðinleg bústaðaferð að baki. Jesús...ég er enn saddur eftir Hofland pizzurnar í gærkvöldi. Annars þá vil ég gefa Hemma aka Jóakim Aðalönd 4 hraunkassa af 5 mögulegum fyrir ferðina, bæði fyrir afnot af bústaðnum og fyrir að vera með almenn leiðindi (sbr. söngurinn og teygjuæfingarnar)

Annars þá vil ég hvetja Hemma til þess að vera með reglulegar bústaðaferðir héðan í frá. Þessi fór vel fram (fyrir utan brussuna hana Önnu sem brýtur allt sem hún kemur nálægt). Menn skemmtu sér ágætlega held ég.

Freyjukveðja,
Ritari

19 júlí 2007

Sumarbústaðurinn - framhald

Því miður verð ég að tilkynna eitt leiðindaratvik.....við getum farið á föstudeginum í sumarbústaðinn!!!

Þannig að planið mitt í færslunni á undan breytist lítillega.

18 júlí 2007

Sumarbústaðurinn

Jæja....

Næstkomandi laugardag verður haldið upp á Þjóðhátíðarupphaf í sumarbústaðnum hans Hemma. Öllum þeim sem dvelja munu í leiðinlega húsinu í Vestmannaeyjum skilst mér séu hlutgengir í bústaðinn. Hemmi mun vinna á laugardagsmorguninn og þegar því er lokið er ekkert annað í stöðunni en að bruna austur. Mín hugmynd er að leggja af stað 12:30. Þá skulu allir vera búnir að borða morgunmat. Síðan um 14:00 þá lægi leið okkar að Gallery Pizza og ömurlegum hlöndum hakkað í okkur. Mér finnst þetta mjög mikilvægt.

Annars þá eru ég, Arnar og Hemmi búnir að kaupa Þjóðhátíðarmiðann í forsölu. Einungis 12 dagar eru í að forsölu lýkur (http://www.dalurinn.is/index2.php?p=101&id=11550)

Annað sem mér finnst mjög mikilvægt er að Sofia Hansen mæti með múlínexið og áfasta hristarann til að blanda Pina Colada.

Einhverju sem ég er að gleyma?


Ef gottið er gott heitir gottið Freyja

15 júlí 2007

Sumarbústaður næstu helgi

Jæja....þó að maður hafi hálfgert óbeit á áfengi eftir þessa helgi, þá er um að gera að skipuleggja þá næstu. Á seinasta fundi (9.fundi Freyjunnar, hjá Hemma að B43) var það einróma samþykkt að reyna að komast að á Ási III hjá Hemma. Fyrst bústaðurinn sé tæknilega séð heimili Hemma, hvetjum við hann í sameiningu til þess að spyrja sem fyrst um leyfi fyrir tvöfaldri helgi í nágrenni Hellu. Það væri reyndar hrikaleg neikvæðni að kíkja kannski einu sinni á Gallery Pizza...

Einnig var samþykkt að backup plan væri B13, þannig að við erum ekki á flæðiskeri settir með húsnæði, þó að heitur pottur og varðeldur að Ási III væri mjög ákjósanlegt.

Ég læt nokkar fylgja úr leiðinlegri bústaðarferð....
12 júlí 2007

Samráðsfundur föstudaginn 13.júlí

Skv. áreiðanlegum heimildum verður samráðsfundur Freyjunnar föstudaginn 13.júlí nk hjá Jóakim Aðalönd að Bollagörðum 43. Mönnum er það í sjálfval sett (Nesval) hvort áfengi verður við hönd er engu að síður er það æskileg hegðun. Hemmi er búinn að vinna um 22:30, þannig að upp úr því er mæting. Freyjur og aðrir aðstandendur eru hjartanlega velkomnir skilst mér.

P.s. Hemmi biður ykkur að koma með 500 kr fyrir rafmagni og snakki.

11 júlí 2007

Samráðsfundur / stefnumótunarfundur

Samráðsfundur Freyjunnar verður að fara líta dagsins ljós! Hvernig lítur föstudagskvöld út í því tilliti? Við verðum að fara að álykta í hvaða átt við viljum stefna Freyjunum... spurning að hafa eins konar Stefnumótunarfund Freyjunnar líkt og Kiddi skemmtilegi aflýsti á dögunum og á eftir að skella á aftur.
Ef föstudagurinn lítur illa út, hvernig er mánudagurinn? Spurning með pott og mat....

Svör óskast. -Líka frá þér Davíð Örn

kv.
Sigfússon
(læt nokkrar myndir fylgja af Freyjunum, auk Mása og heiðursfélaganna)


08 júlí 2007

Tenerife - 3.dagur

Líkt og venjulega hófst 3.dagur með tani á Bríkinni. Eftir boltaleiki og almenna neikvæðni ákvað fólk að hressa sig aðeins við með alvöru fótboltaleik á Wembley-stadium. Þrátt fyrir mikið keppnisskap og góða spilamennsku tapaði lið Freyjunnar + Rögnu aftur, en í þetta sinn í þremur stuttum leikjum.

Á Bríkinni
Mjög skítug mynd...Guðmundur í Byrginu yrði sáttur við þessa

Eftir fótboltann var ákveðið að hittast á 612 í fyrirpartý kl. 19:15. Þótt þið lesendur trúið því eða ekki, þá mættu Selbrautar-/Ægissíðu-hjónin fyrst á staðinn! Formaðurinn blandaði nokkra drykki þetta kvöldið með áföstu kokteilhristurunum líkt og hún hefði ekki gert neitt annað alla sína ævi. Segja má að formaðurinn hafi verið í essinu sínu þetta kvöld (eins og öll hin kvöldin reyndar líka!) því lúðinn fór á salernið, Davíð kyssti lúðann, Formaðurinn gerði ógleymalegar jólakortsmyndir fyrir næstu 10 ár, hún dansaði við flottur jakki með jakkanum hans Arnars. Arnar átti líka eitt óhemju gott atriði þegar fíllinn var tekinn við mikla almenna gleði. Segja má að þetta fyrirpartý hafi slegið öllum fyrirpartýum við, því hópurinn "gleymdi" að fá sér að borða.
Tögguhjónin fyrst á staðinn eins og venjulega
Fíllinn tekinn við mikla kátínu

"Lúðakoss"

Einmitt....

"Ekki vera með svona lokuð augum Arnar!"

Um tólf til eitt ákvað þó hópurinn að fara á Southern fried chicken og éta. Í matnum sáum við algjört bíó en það var klæðskiptingur að auglýsa skemmtistaðinn Tramps. Að sjálfsögðu kíktum við hjá honum og létum taka myndir. Ég held að svipufarið sér enn þá á rassinum mínum eftir að sló mig þegar ég fór. Eftir þessa myndasession, leitaði hópurinn að kareokíbar en hann var því miður lokaður, þannig að við fórum á Den Glade Viking. Sá staður var meiriháttar í alla staði. Arnar tók nokkur lög í kareokí (karaokí??), það voru lögin Feel með Robbie Williams og It´s my life með Bon Jovi. Því miður náðist Feel á myndband en til þess að firra sig mestu skömmina lét hann Bigga líka hafa hljóðnema svo hann gæti sungið sem minnst. Að sjálfsögðu var tekinn dans upp á borðum og öðrum munum, sérstaklega þegar Tell me með Einari Ágústi og Thelmu og Til hamingju Íslans með Silvíu Nótt kom á fóninn.
Dísús...

Jájá...
Bassaboxið sprakk við flutninginn

Mér sýnist Tell me vera komið á fóninn!

Eftir Den Glade Viking, fór verulega að þynnast í hópnum en ég, Arnar og Brynjar fórum á Bikini´s G (en ekki hvað!) og skemmtum okkur lítillega. Mig minnir að tónlistin hafi verið góð, en fljótlega var farið að dansa uppi á hátölurum, kúst var stolið og hann notaður í allt mögulegt. T.d. var hann notaður til þess að pota í stelpur og reynda að toga þær upp á hátalarann eða billiard borðið þegar líða tók á kvöldið. Einhverra hluta vegna tók ekki margar stelpur vel í þetta NEMA tvær gyðjur sem enduðu með AA uppi á billiard borðinu. Óskiljanlega af hverju drottningin dansaði rassadansinn hennar Silju Pálmars (hans Hemma) við mig. Undir lokin þá var Brynjar byrjaður að hitna í samneyti við aðra af bresku prinsessununm, en eins og vinum sæmir drógum við hann í burtu (ég kannast við það). Einn af aðalpunktunum á Bikini´s G var taudúkka sem við stálum af stelpu sem seldi okkur áfengi. Taudúkkan ber nafn í dag, Rassa-Gulli, er nafnið vísun í starf hans í upphafi.

Rassa-Gulli í essinu sínu. Arnar skemmtir sér reyndar ekki

Leiðinlegur greinilega

Bíógrafen

mmmm....maður sleikir bara útum

Leiðinilegt greinilega


Eftir Bikini´s G, fórum við á Veronica´s með sópinn með okkur og sópuðum allt sem sópa þurfti. Arnar sópaði meira að segja fyrir tveimur edrú stelpum í tröppunum að Veronica´s. Því miður náðist myndband að því. Einhverra hluta vegna fórum við aftur á Starko, á Tramps þar sem kústurinn var tekinn af okkur. Eftir stutt stopp á Tramps lá leiðin heim á TP. Klukkan var langt gengin í 7 þegar hér var komið við sögu.

Nýjasti starfsmaðurinn hjá Tenerife-borg


Leiðinlegt kvöld að baki með Rassa-Gulla


Eitt besta kvöld lífsins búið.