11 desember 2007

Freyjureikningur.....til framtíðar

Nú er félagið loksins að verða að félagi. Stofnaður hefur verið sjóður í kringum Freyjurnar sem Addi T mun halda utan um. Öllum er heimilt að leggja sitt af mörkum í þennan sjóð og mun hann vera nýttur í eitthvað þarft og nauðsynlegt. Stefnan er sett á að leggja mánaðarlega 1000 kr inn á hann.

Ef ég þekki Arnar þá heldur hann utan um hverjir hafa greitt og hverjir ekki þannig að þegar á leysa út sjóðinn fer sú útdeiling fram í punktaformi. Það þýðir hversu oft sá hinn sami eða sú hin sama hefur greitt í sameiginlega sjóðinn.

1151-15-200705
kt. 190583-3339

Er þetta ekki sniðug hugmynd??

kv.
Vef-ritari

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

cool! Fínt að byrja safna fyrir Bahamas/Jamica

Einnig kemur þetta sér vel fyrir osta og kex þegar það er verið að funda og ræða um mikilvæg málefni.

Dabbi sagði...

Hreinn unaður!

Fyrst að jólin nálgast óðfluga ætla ég að vera svo rausnarlegur og leggja 1500 kr. inn á reikninginn.

BíóTaggan sagði...

Ég legg til að þetta verði fast félagsgjald 1000 kr. pr. mánuð og allir þeir sem vilja verða félagar í Freyjunni er frjálst að greiða gjaldið.

Hafi fólk hins vegar áhuga á að stofna ferðasjóð - sem er til þess að safna fyrir komandi utanlandsferðum - er hægt að koma slíku í kring. Þyrfti bara að ákveða upphæð fyrir slíkt...

Kv. Addi T

BíóTaggan sagði...

Eins og staðan er núna.. þann 12.12. kl 21.30 hafa einungis Arnar og Davíð greitt inn félagsgjaldið fyrir desember....

Nafnlaus sagði...

Ég biðst innilegrar afsökunar. Mitt framlag er komið í sjóðinn góða.