01 ágúst 2007

Vestmannaeyjar

Því miður þá styttist í Eyjar. Mestu gleðitíðindin þessa stundina eru þau að föstudagurinn lítur aðeins betur út, en hann gerði fyrir nokkrum dögum síðan, í veðrinu þ.e.a.s. Laugardagurinn verður betri og betri eftir því sem líður á daginn og á sunnudag og mánudag verður fínasta veður með 15-16 stiga hita og léttskýjuðu skv. Sigga stormi, vedur.is og belgingur.is. Nýjustu fréttir herma að vélsleðakerran sem er á stærð við 20" gám, verður í skipinu aðfaranótt föstudagsins. Þess vegna verður staflað í kerruna á B13 (Bollagarðar 23) kl. 22:30 á morgun, fimmtudag.


Einnig skal leggja 7000 kr inn á reikninginn hans Arnars fyrir seinni helmingnum af gistingunni: 1151-05-404623, kt. 190583-3339. Einnig skulu þeir sem einhverra hluta vegna eru eftir að greiða fyrri hlutann, borga ekki seinna en í kvöld.


Í öðrum fréttum heppnaðist pottafundurinn helvíti vel á þriðjudaginn og einnig Red Chilli í kjölsogið. Það sem farið var í á fundinum sem ekki hefur verið nefnt hérna var eftirfarandi:
  • Skipt var í skemmtihópa fyrir hvert kvöld í Eyjum og skulu þeir halda uppi fjörinu með leikjum og þess legu. Föstudagur: Adda, Davíð, Garðar, Gussi og Orri. Laugardagur: Andri, Arnar, Eva, Finnur, Anna. Sunnudagur: Brynjar, Hemmi, Ragna Karen, Stína, Þórunn og Íris Björk. (man ekki í hvaða hóp Íris, Stína og Anna, Garðar, Gussi og Orri voru í).
  • Stefnt var að því að hafa samræmingu í matseld þannig að einn væri ekki með goðapylsur á meðan hinn væri með innlærisvöðva og töflur með því. Yfirkokkurinn, hann Davíð og hans aumi aðstoðarmaður ákváðu eftirfarandi í dag: Föstudagur - Hamborgarar á grillinu. Laugardagur - Kjúklingabringur (helst ekki grillaður kartöflur). Sunnudagur - Kjöt (lamb, svín o.þ.h.). Einnig ákváðu þeir það að menn skyldu hafa pylsur upp á að hlaupa á daginn og yfir hádegið. Það hafa hafa það hugfast að þetta er engin skylda en engu að síður mjög gott viðmið.
  • Rassa-Gulli verður að fara með til Eyja!
  • Skemmtileg tónlist skal í hávegum höfð.
  • Búa sig eftir veðri!


Læt nokkrar myndir fylgja frá því á B13 og B43 um daginn.

Rassa-Gulli

Að sjálfsögðu

Einmitt

Góður svipur

ÖÖÖmmmurleg!!!

Sleingja 19" upp yfir axlir eftir klósettferð

9 ummæli:

BíóTaggan sagði...

Greinilegt að það er mikið álag á Freyjunum og þeirra nánustu þessa dagana, þar sem enginn hefur gefið sér tíma til og hrósað Andra fyrir þetta frábæra blogg.

Annars er komin lítil spenna fyrir Þjóðhátið....þetta verður ömurlegt.

Sjáumst á B13 í kvöld!

Nafnlaus sagði...

Djöfull er þetta ócorrect hjá ykkur ...greinilega algjör óvissuferð, hvar er skipulagningin ?
p.s. líst vel á skemmtinefndina fyrir sunnudagskvöldið.

Dabbi sagði...

Mér finnst ritarinn ekki standa sig nógu vel. Þetta er allt illa skrifað og ekki nóg með það þá skrifar hann að auki bara eitthvað út í loftið!

Annars er bara ekkert að frétta nema.....prump!

Áfram Rassa-Gulli!

Kv.
Halim Al

Nafnlaus sagði...

Vil leiðrétta þann misskilning að ég sé í skipulagshópnum á föstudeginum. Ég er á laug. með þeim óskipulögðu greyjum Evu Margréti og Adda T=)he he vildi bara koma því á framfæri=)

Nafnlaus sagði...

& Íris Björk á föstudeginum=)

Nafnlaus sagði...

meina sun... he he

Nafnlaus sagði...

Zahhh....

Nafnlaus sagði...

16 tímar í Herjólf....ljúfu ferðina!!

20 tímar aftur á móti í Hreiðrið!!

Nafnlaus sagði...

Oi, achei teu blog pelo google tá bem interessante gostei desse post. Quando der dá uma passada pelo meu blog, é sobre camisetas personalizadas, mostra passo a passo como criar uma camiseta personalizada bem maneira.(If you speak English can see the version in English of the Camiseta Personalizada. Thanks for the attention, bye). Até mais.