07 ágúst 2007

Sækja farangur

Jæja....

Þá eru leiðindin loksins á enda og ekki orðið seinna en vænna að sækja farangurinn til Arnars. Tekið verður úr kerrunni kl. 20:30 í kvöld, þriðjudagskvöld.

Kveðja,
Þorgerður Katrín

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þorgerður skrifaði ekki þessa færslu!

Nafnlaus sagði...

Myndir???

Nafnlaus sagði...

hey ég vildi bara þakka fyrir mig og þakka öllum fyrir æðislega helgi, þetta var fáranlega skemmtilegt og er ég alveg endalaust ánægður fyrir að þið hafið leyft "fótboltasteikunum" að koma með. Dabbi fær special mention fyrir að elda eins og Jamie Oliver, and the man with the plan Arnar Þorkells er klárlega MVP. en allir aðrir stóðu sig samt vel sko. :D

en anyway, Takk æðislega kv. Orri

p.s. þar sem gussi tók bara einhverjar 4 myndir í ferðinni þá væri ég alveg game í einhverjar myndir sem voru teknar.

Nafnlaus sagði...

Vil sömuleiðis þakka fyrir góða helgi án þess að vera jafn ógeðslega væminn og sidekick-inn minn hér að ofan. Kannski þess vegna hann sé bara sidekick.

Annars hefur enginn bent á það augljósa í umræðunni um hversu vel Þjóðhátíð gekk fyrir sig að þessu sinni; en við vitum betur, enda var hún varinn að ofurhetju sem var í bullandi yfirvinnu alla helgina.

En bara aftur, takk fyrir mig.

Kveðja,

Froskamaðurinn

Nafnlaus sagði...

Ég man nú ekki betur en að ég og orri hefðum hjálpað froskamanninum "ofurhetjunni" heim föstudagsnóttina vegna annarlegs ástands en ekki hann að hjálpa ökklabrotnum manni heim.
Eina yfirvinnan sem hann vann var að sjá um að allt áfengi yrði klárað á svæðinu. :)

En þetta var snilld og takk fyrir mig.

Kveðja
Sá ökklabrotni

BíóTaggan sagði...

Sammála drengjunum að ofan, svakalega öflug helgi. Enda á ferðinni algjör klassa hópur.

Ég hefði viljað senda Bjarna(kerrumeistara í Eyjum) og Ruth Barböru eitthvað fyrir þeirra greiðvikni um helgina, þá sérstaklega Bjarna. Spurning hvort að hópurinn væri til í að leggja t.d. 500-700 á kál í það dæmi. Þá getum við sent þeim einhverja flösk eða ostakörfu og kort. Er það eitthvað sem ykkur líst á??

Ég stefni síðan á setja myndirnar af minni vél inná netið í kvöld. En eins og áður, ætla ég ekki að auglýsa linkinn á myndirnar hér, heldur þeir sem vilja fá linkinn, senda mér mail á arnarth@gmail.com. Það væri skemmtilegast að fá mailið hjá öllum þannig að hægt væri að setja upp létta mail-groupu(hentar illa þegar post-þjóðhátið verður skipulögð).

Læt þennan stutta pistil duga í bili. Heyri frá ykkur.

Kv. MVP

Nafnlaus sagði...

Já mér líst vel á að gefa þeim e-ð, spurning að panta strax gistiheimilið fyrir næstu Þjóðhátíð ;)

Nafnlaus sagði...

Ég held að það sé engin spurning að gefa þeim eitthvað, sérstaklega þar sem þetta er einunigs 500-700 kr. Gott að vera með goodwill hjá þessu fólki fyrir komandi Þjóðhátíðir.

Nafnlaus sagði...

Alltaf sama nískan hjá Andra og Arnari. Ég segi að við borgum annan 10.500 kall á mann