27 júní 2007

Tenerife lokið !!

Jesús... þá er skemmtilegasta ferð lífs míns lokið loksins. Hvernig er hægt að toppa þessa skemmtun. Allt sem kemur í kjölfar þessarar ferðar kemst ekki með tærnar sem þessi ferð hefur hælana. Ef ég á að segja frá þessari ferð í gríðarlega stuttu máli þá má segja að við höfum skemmt okkur, djammað, djammað, skemmt okkur, farið í sundlaugagarðinn, haldið árshátíð klúbbsins okkar, tilnefnt heiðursfélaga klúbbsins o.fl.
Ég er með kvíðatilfinningu um að skrifa allt sem kom fyrir í þessari ferð, ég hugsa að ég gefi bara út bók fyrir næstu jól: "Freyjuklúbburinn á Tenerife"

3 myndir sem ég valdi af handhófi út rúmlega 850 myndum sem allar eru frábærar. Einnig eru til 25 video af snilldaratriðum úr ferðinni.





17 júní 2007

2 dagar...

Jæja....tveir gífurlega langir dagar í ferðina. Mjög ljúft þegar ég skoðaði veðrið áðan. Við fáum í mesta lagi 2-3 daga með sól þarna úti. Allir hinir dagarnir eru T-Storms eða eitthvað bíó. Vonandi sól mestan part dagsins þó að þetta gangi yfir á nokkrum mínútum. Gríðarlega ljúft. Í staðin fyrir tvö pör af stullum verða tekin tvö pör af gallabuxum.

Annars var landsleikurinn leiðinlegur áðan. Engin stemning. Dómaranir voru í sultunni ásamt vörninni en djöfull var Alex ótrúlega góður.

Fúsilíus skutlar mér á völlinn ásamt Arnari og Finn. Spurning hvort þú Brynjar viljir ekki koma með líka? Vonandi getur einhver reddað fari til baka, á mjög svo kristilegum tíma, í kringum 3:00 aðfaranótt miðvikudags. Arnar sem sendi okkur eiginlega ekkert snemma út á völl fyrir Benidorm ferðina vill okkur út á völl upp úr 12:10 þegar vélin fer 14:45. Skil þetta ekki!!

Dorrit er frábær og hatar greinlega landið.






15 júní 2007

Jæja...3 dagar í stutta flugið

Okkur til ómældrar ánægju eru eingöngu 3 dagar í förina suðureftir. Ég skoðaði atlasinn hérna heima áðan til þess að skoða nákvæmlega hvar Kanaríeyjar væru. Ég hrökk í sundkút þegar ég sá hversu sunnarlega eyjurnar eru. Við erum hliðana á Sahara !


Annað, ég fór á stúfana og reyndi að skoða upplýsingar um Harry´s og sá þá umsögn eftir einhverja tuðru:
There is a poolside bar but right next door to the apps is Harry’s bar and this bar does good food and quiet cheap we ate there all week we were there, drinks were also cheapest at this bar well worth visiting. Overall these apps are very clean staff friendly has pool ,tennis courts & mini supermarket .

Einnig var mikið að lesa um Harry´s á:
http://www.tenerifenews.com/cms/front_content.php?client=1&lang=1&idcat=53&idart=1635

Ég átti í erfiðleikum að finna umsagnir um veitingastaði. Það kemur vonandi fljótlega.

Það mætti halda að framkvæmdavaldið væri dáið. Af seinustu 21 kommenti hafa þau einungis komið með 3, þar af eitt stórt. Ég gæti trúað að Adda væri hætt við að fara, miðað hvernig hún skeit yfir ferðina til að byrja með.

Síðan er það landsleikurinn á morgun gegn Serbum. Ég mæli með að við komum í höllina í ALLRA seinasta lagi kl. 19:30, helst fyrr. Ég óska eftir fundi í pottinum kl. 17:00-17:45 og síðan færum við að borða eftir pottinn og mætum að lokum beint á leikinn. Ég spái 7 marka sigri, en það verður 2 marka forysta í hálfleik.


Gróttan og Freyjurnar lengi lifi.....



Jæja...hver lítur út eins og 13 ára strákur?...þó með hösslglottið sitt...

13 júní 2007

6 dagar í sólina og sukkið (...sérstaklega Finnur)

Úfff...ég er alvarlega byrjaður að hlakka til ferðarinnar. Almennur kláði á þessa helstu staði, eins og lifrina magnast. Fór aðeins á dutyfree.is á netinu og sá þar mér til ómældrar ánægju 1 ltr af Vodka á 1075 kr sem er ólöglega lágt verð. Ég þarf nefnilega einnig að fjárfesta í Sony myndavél, spurning hvort það verði hérna heima eða í fríhöfninni. Ég er kominn með nóg af gömlu minni, mér finnst hún bara taka leiðinlegar myndir...spurning hvort það sé ekki ljósmyndarinn bara...

Greinileg óánægja með bolahugmyndina en engu að síður veðrum við að fara að skipuleggja þessar ferð í þaula með skipulagsfundi sem fyrst.
Ég ætla að vona að frú formaður sé byrjuð að punkta niður stikkorð fyrir árshátíðarræðu sína 24.júní næstkomandi. Einnig vil ég fá þaulskipulagðar ræður reglulegar á meðan dvöl okkar stendur.

Þessir eru að ráða gátu lífsins

Þynnkan segir til sín hjá þessum á Benidorm

06 júní 2007

13 dagar til stefnu

Ég hef ákveðið að koma með pistla með reglubundnu millibili hérna á síðuna fram að Árshátíð. Hver veit nema það verði á hverjum degi! Einnig mega gestapistlar koma frá öðrum stjórnarmeðlimum.

Þá er komin staðfesting á komu Brynjars Arnar og Finns Inga til Tenerife, mjög svo jákvætt. Þá erum við 11 í heildina þessa einu viku en 5 fara heim eftir hana. Strákar í meirihluta, 6 á móti 5. Ég hef ekkert heyrt frá gjaldkera í sambandi við matinn á þriðjudagskvöldinu, hvað þá dílnum við Harrys....
Ekkert komment komið með boli, er ekki áhugi fyrir því? Ef ég þekki Óttarr verðum við að vera með rúman tíma vegna þess að hann er aldrei með neitt niðrum sig upp í Margt Smátt.

Gjaldkerinn segist ætla sér að vera kominn vel í glas á leiðinni. Fullyrðir um tvo í flughöfninni og síðan kominn vel á leið í flugvélinni....engar klósettferðir þar þá. Gaman að því.

Mér finnst að það verður að vera einhver keppni þarna úti, hvort sem það er í formi strandblaks einn daginn eða (strand)/fótbolti með tveimur liðum. Við gætum örugglega ekki skipulagt það.....

Tónlistarmál eru í brennidepli þennan daginn. Mér eru á því að fylla i-podana sína með góðri og massífri tónlist fyrir ferðina. Ekki má gleyma íslenskri tónlist eins og Greifunum og SSSól og fleirum.

Annars þá vil ég gefa Brynnsa (af hverju er Binni , Brilli og Binnsi alltaf með venjulegu i-i en ekki y-i ?? lúkkið??) og Finnsa fjóra hraunkassa af fimm mögulegum fyrir að koma með í ferðina með gríðalega skömmum fyrirvara. Mjög jákvætt.
4 af 5 er mjög gott

Leiðinlegar og ókorrekt týpur

Leiðinlegi maðurinn og sonurinn

04 júní 2007

Kveikja

Jæja, þá þurfum við að fara aðeins að kveikja í þessari síðu. Tek hluta til á mig skriftarleysi sem einkennt hefur síðuna undanfarna daga, og ekki er það vegna tímaleysis!!!

Ég er enn þá að velta því fyrir mér hvort ég eigi að fá mér bjór í Flugstöð Leifs Eríkssonar 19.júní. Flugið er auðvitað 4,5 tímar þannig að það er spurning að maður verður annaðhvort dauðadrukkinn þegar komið verður til Tenerife eða að maður taki leggju í flugvélinni og mæti ferskur á Tenerife. Ég er eiginlega kominn á þá skoðun að ég fái mér bjór/sterkara þegar 1,5 tímar eru eftir af flugina í fyrsta lagi svo maður verði nú léttur þegar komið verður á pizzastaðinn og síðan í ömurlegu kokteilana á Harry´s. Gjaldkeri fer í það mál að athuga hvort hægt sé að fá samning við Harry´s upp á að fá hlöndur þar eða taka vel á móti okkur.

---UPDATE--- skv http://www.tenerife-uncovered.com/nightlife_reviews.php er enginn staður sem heitir Harry´s, ARNAR!!! Það er staður sem heitir The Mett Bar sem er reyndar efnilegur. 80´s tónlist í bland við nýja er mjög jákvætt.

Einnig er ég gríðarlega ánægður með formannsræður undanfarnar helgar, enda vel skipulagðar, stuttar og hnitmiðaðar. Dæmið sem Hemmi og Finnur voru að spá í er dottið uppfyrir. Reyndar geta þeir fundið síðu á netinu sem leitar alltaf að ódýrust flugunum. Þeir geta millilent á leiðinni til baka á Englandi eða í Köben og flogið þannig með öðru flugfélagi.

Kiddi G er byrjaður að kommenta á www.blog.central.is/grottan . Hann er að gera gott mót þessa dagana.

Eitthvað sem ég er að gleyma????