08 júlí 2007

Tenerife - 3.dagur

Líkt og venjulega hófst 3.dagur með tani á Bríkinni. Eftir boltaleiki og almenna neikvæðni ákvað fólk að hressa sig aðeins við með alvöru fótboltaleik á Wembley-stadium. Þrátt fyrir mikið keppnisskap og góða spilamennsku tapaði lið Freyjunnar + Rögnu aftur, en í þetta sinn í þremur stuttum leikjum.

Á Bríkinni
Mjög skítug mynd...Guðmundur í Byrginu yrði sáttur við þessa

Eftir fótboltann var ákveðið að hittast á 612 í fyrirpartý kl. 19:15. Þótt þið lesendur trúið því eða ekki, þá mættu Selbrautar-/Ægissíðu-hjónin fyrst á staðinn! Formaðurinn blandaði nokkra drykki þetta kvöldið með áföstu kokteilhristurunum líkt og hún hefði ekki gert neitt annað alla sína ævi. Segja má að formaðurinn hafi verið í essinu sínu þetta kvöld (eins og öll hin kvöldin reyndar líka!) því lúðinn fór á salernið, Davíð kyssti lúðann, Formaðurinn gerði ógleymalegar jólakortsmyndir fyrir næstu 10 ár, hún dansaði við flottur jakki með jakkanum hans Arnars. Arnar átti líka eitt óhemju gott atriði þegar fíllinn var tekinn við mikla almenna gleði. Segja má að þetta fyrirpartý hafi slegið öllum fyrirpartýum við, því hópurinn "gleymdi" að fá sér að borða.
Tögguhjónin fyrst á staðinn eins og venjulega
Fíllinn tekinn við mikla kátínu

"Lúðakoss"

Einmitt....

"Ekki vera með svona lokuð augum Arnar!"

Um tólf til eitt ákvað þó hópurinn að fara á Southern fried chicken og éta. Í matnum sáum við algjört bíó en það var klæðskiptingur að auglýsa skemmtistaðinn Tramps. Að sjálfsögðu kíktum við hjá honum og létum taka myndir. Ég held að svipufarið sér enn þá á rassinum mínum eftir að sló mig þegar ég fór. Eftir þessa myndasession, leitaði hópurinn að kareokíbar en hann var því miður lokaður, þannig að við fórum á Den Glade Viking. Sá staður var meiriháttar í alla staði. Arnar tók nokkur lög í kareokí (karaokí??), það voru lögin Feel með Robbie Williams og It´s my life með Bon Jovi. Því miður náðist Feel á myndband en til þess að firra sig mestu skömmina lét hann Bigga líka hafa hljóðnema svo hann gæti sungið sem minnst. Að sjálfsögðu var tekinn dans upp á borðum og öðrum munum, sérstaklega þegar Tell me með Einari Ágústi og Thelmu og Til hamingju Íslans með Silvíu Nótt kom á fóninn.
Dísús...

Jájá...
Bassaboxið sprakk við flutninginn

Mér sýnist Tell me vera komið á fóninn!

Eftir Den Glade Viking, fór verulega að þynnast í hópnum en ég, Arnar og Brynjar fórum á Bikini´s G (en ekki hvað!) og skemmtum okkur lítillega. Mig minnir að tónlistin hafi verið góð, en fljótlega var farið að dansa uppi á hátölurum, kúst var stolið og hann notaður í allt mögulegt. T.d. var hann notaður til þess að pota í stelpur og reynda að toga þær upp á hátalarann eða billiard borðið þegar líða tók á kvöldið. Einhverra hluta vegna tók ekki margar stelpur vel í þetta NEMA tvær gyðjur sem enduðu með AA uppi á billiard borðinu. Óskiljanlega af hverju drottningin dansaði rassadansinn hennar Silju Pálmars (hans Hemma) við mig. Undir lokin þá var Brynjar byrjaður að hitna í samneyti við aðra af bresku prinsessununm, en eins og vinum sæmir drógum við hann í burtu (ég kannast við það). Einn af aðalpunktunum á Bikini´s G var taudúkka sem við stálum af stelpu sem seldi okkur áfengi. Taudúkkan ber nafn í dag, Rassa-Gulli, er nafnið vísun í starf hans í upphafi.

Rassa-Gulli í essinu sínu. Arnar skemmtir sér reyndar ekki

Leiðinlegur greinilega

Bíógrafen

mmmm....maður sleikir bara útum

Leiðinilegt greinilega


Eftir Bikini´s G, fórum við á Veronica´s með sópinn með okkur og sópuðum allt sem sópa þurfti. Arnar sópaði meira að segja fyrir tveimur edrú stelpum í tröppunum að Veronica´s. Því miður náðist myndband að því. Einhverra hluta vegna fórum við aftur á Starko, á Tramps þar sem kústurinn var tekinn af okkur. Eftir stutt stopp á Tramps lá leiðin heim á TP. Klukkan var langt gengin í 7 þegar hér var komið við sögu.

Nýjasti starfsmaðurinn hjá Tenerife-borg


Leiðinlegt kvöld að baki með Rassa-Gulla


Eitt besta kvöld lífsins búið.

6 ummæli:

BíóTaggan sagði...

Enn ein klassa færslan....enda var um svakalega gott kvöld að ræða!!

Held að textinn og myndirnar tali alveg sínu máli.

Nafnlaus sagði...

Já þetta kvöld var almennt neikvætt! Rassa-Gulli er náttúrlega hundleiðinlegur líkt og þið og má segja að þetta hafi verið ÖÖÖÖMUUURLEGT!!!
Fékk Rassa-Gulli að fara með í bæinn á föstudaginn?

En yfir í annað, er ekki kominn tími á Freyjufund af því við erum svo leiðinleg? spurning um samráðsfund? Endilega látið í ykkur heyra

Kveðja,
Sofia Hansen, kona ársins ´93

BíóTaggan sagði...

Rassa-Gulli var orðinn svolítið dybbinn á föstudaginn, þannig að hann fór bara að lúlla.

Freyjufundur þarf að vera á allra næstu dögum til þess að skipuleggja næstu skref...

Hvenær hentar hópnum??

Nafnlaus sagði...

Það væri reyndar ekki leiðinlegt ef Rassa-Gulli fengi að fljóta með í bæinn eitt morkið kvöld.

Því miður er ég leiðinlega þétt bókaður næstu daga, sérstaklega á þessa ideal pottatíma frá 18:00-21:00. Nettur Jóakim að koma upp í mér...þó að útgjöldin segi annað!

Næsti dagur sem hentar mér eru annaðhvort föstudagskvöld, laugardagskvöld eða mánudagur eftir vinnu. Fyrirgefið hvað ég er skemmtilegur...

Brynjar sagði...

Ég er klár sömu kvöld og Andri. Annars er ég ekkert smá sáttur við þessa færslu. Ég táraðist tvisvar af einskærri gleði við að lesa þetta.

Brynjar sagði...

Takiði eftir því að ég fór úr sokkunum inni á bikini-barnum.

Var það ekki líka þetta kvöld þar sem ég tók pit-stop og hitti AA á leiðinni heim. Endaði svo einn inni á Tramps í algjörum toppmálum.