10 október 2007

Freyjurnar komnar á vaktina aftur....


Úff...

eftir 2 mánaða pásu koma Freyjurnar tvíefldar til baka. Þar á undan var gríðarlegt álag sem var toppaði með góðri Þjóðhátíðarferð. Eitthvað sem verður klárlega ekki endurtekið að ári.


Háttvirtur formaður Freyjunnar, Freyjan sjálf, kom með mjög slaka hugmynd um daginn. Freyjuhittingur á jólahlaðborði í desember. Ég held að við séum búin að staðfesta þessa uppákomu. Það eina sem setur strik í reikninginn hennar Erlu Gísla, er prófatími Bíótöggunnar. Það er búið að vera svo mikið að gera hjá honum að undanförnu, en hann ætlað að harka þetta af sér og skoða próftöfluna á næstu dögum og vonandi í kjölsoginu af því láta nefndarmenn vita.


Annað atriði sem er á takteinunum er Árshátíðarferð Freyjunnar 2008. Við eigum eftir að ákveða staðsetningu þó að Freyjuhjónin vilji fara til Portúgal, og þar sem þau hafa framkvæmdavald og eru með 3 af 5 atkvæðum að baki sér geta þau slegið ferðinni föstu. Það er klárt mál að þetta mál verður ekki svæft í nefnd.


Nóg í bili..

Fátt sem toppar Ægi(s)síðuna