17 maí 2007

Freyjufundur

Sælar Freyjur,


mér skilst að varaformaður hafi boðað Freyjufund í pottinum kl. 18:30 á föstudaginn. Skyldumæting og síðan er spurning hvort Freyjurnar ættu ekki að fara út að borða. Hvernig hljómar það??


Ritari


11 maí 2007

Kominn tími á nýja færslu

Jæja þá er ný færsla loksins orðin að veruleika.

Það eru nokkur mál sem brenna á vörum mínum þessa dagana en réttast væri að hefja upptalninguna á væntanlegri árshátíðarferð Freyjuklúbbsins til Tenerife 19.-26. júni þó að sumir meðlimir verði lengur en aðrir. Ákveðið hefur verið að árshátíðarkvöldið veðri 24.júni þegar við höfum skannað þessa helstu staði á eyjunni og fundið hinn fullkomna stað. Síðan er spurnig hvort við gerum ekki eitthvað rosalegt þetta kvöld. Komið með uppástungur....

Ég hlakka eiginlega ekkert til þessarar ferðar !!!

Næstu mál er lokahóf HSÍ sem verður leiðinlegt, lokahóf meistaraflokkanna í Gróttu og síðan en ekki síst er Þjóðhátíð 2007 í Eyjum. Gistingin hjá Ruth er neikvæð og tilhlökkunin er gríðarleg fyrir sumrinu í heild sinni.

Nokkrar myndir af því sem í vændum ber á Tenerife...