28 júlí 2007

Myndir úr bústaðaferðinni (uppfært)

Vonandi eru flestir búnir að sjá myndirnar núna...
Annars þá læt ég nokkrar fylgja hérna:

Vel byrgð fyrir helgina

Einmitt

Að sjálfsögðu
Orri og Garðar

Mmmmmm.....

Að sjálfsögðu þurfti að teygja á þessum helstu vöðvahópum

Jájá...

Hvað ertu að gera Garðar???

Mmmmm....pant vera í þessari stöðu undir Arnari

Vitaskuld kíkir maður aðeins út eftir að hafa hoppað í rúminu þeirra Arnars og Írisar

23 júlí 2007

Morkna ferðin í bústaðinn

Jæja...þá er ein leiðinleg bústaðaferð að baki. Jesús...ég er enn saddur eftir Hofland pizzurnar í gærkvöldi. Annars þá vil ég gefa Hemma aka Jóakim Aðalönd 4 hraunkassa af 5 mögulegum fyrir ferðina, bæði fyrir afnot af bústaðnum og fyrir að vera með almenn leiðindi (sbr. söngurinn og teygjuæfingarnar)

Annars þá vil ég hvetja Hemma til þess að vera með reglulegar bústaðaferðir héðan í frá. Þessi fór vel fram (fyrir utan brussuna hana Önnu sem brýtur allt sem hún kemur nálægt). Menn skemmtu sér ágætlega held ég.

Freyjukveðja,
Ritari

19 júlí 2007

Sumarbústaðurinn - framhald

Því miður verð ég að tilkynna eitt leiðindaratvik.....við getum farið á föstudeginum í sumarbústaðinn!!!

Þannig að planið mitt í færslunni á undan breytist lítillega.

18 júlí 2007

Sumarbústaðurinn

Jæja....

Næstkomandi laugardag verður haldið upp á Þjóðhátíðarupphaf í sumarbústaðnum hans Hemma. Öllum þeim sem dvelja munu í leiðinlega húsinu í Vestmannaeyjum skilst mér séu hlutgengir í bústaðinn. Hemmi mun vinna á laugardagsmorguninn og þegar því er lokið er ekkert annað í stöðunni en að bruna austur. Mín hugmynd er að leggja af stað 12:30. Þá skulu allir vera búnir að borða morgunmat. Síðan um 14:00 þá lægi leið okkar að Gallery Pizza og ömurlegum hlöndum hakkað í okkur. Mér finnst þetta mjög mikilvægt.

Annars þá eru ég, Arnar og Hemmi búnir að kaupa Þjóðhátíðarmiðann í forsölu. Einungis 12 dagar eru í að forsölu lýkur (http://www.dalurinn.is/index2.php?p=101&id=11550)

Annað sem mér finnst mjög mikilvægt er að Sofia Hansen mæti með múlínexið og áfasta hristarann til að blanda Pina Colada.

Einhverju sem ég er að gleyma?


Ef gottið er gott heitir gottið Freyja

15 júlí 2007

Sumarbústaður næstu helgi

Jæja....þó að maður hafi hálfgert óbeit á áfengi eftir þessa helgi, þá er um að gera að skipuleggja þá næstu. Á seinasta fundi (9.fundi Freyjunnar, hjá Hemma að B43) var það einróma samþykkt að reyna að komast að á Ási III hjá Hemma. Fyrst bústaðurinn sé tæknilega séð heimili Hemma, hvetjum við hann í sameiningu til þess að spyrja sem fyrst um leyfi fyrir tvöfaldri helgi í nágrenni Hellu. Það væri reyndar hrikaleg neikvæðni að kíkja kannski einu sinni á Gallery Pizza...

Einnig var samþykkt að backup plan væri B13, þannig að við erum ekki á flæðiskeri settir með húsnæði, þó að heitur pottur og varðeldur að Ási III væri mjög ákjósanlegt.

Ég læt nokkar fylgja úr leiðinlegri bústaðarferð....
12 júlí 2007

Samráðsfundur föstudaginn 13.júlí

Skv. áreiðanlegum heimildum verður samráðsfundur Freyjunnar föstudaginn 13.júlí nk hjá Jóakim Aðalönd að Bollagörðum 43. Mönnum er það í sjálfval sett (Nesval) hvort áfengi verður við hönd er engu að síður er það æskileg hegðun. Hemmi er búinn að vinna um 22:30, þannig að upp úr því er mæting. Freyjur og aðrir aðstandendur eru hjartanlega velkomnir skilst mér.

P.s. Hemmi biður ykkur að koma með 500 kr fyrir rafmagni og snakki.

11 júlí 2007

Samráðsfundur / stefnumótunarfundur

Samráðsfundur Freyjunnar verður að fara líta dagsins ljós! Hvernig lítur föstudagskvöld út í því tilliti? Við verðum að fara að álykta í hvaða átt við viljum stefna Freyjunum... spurning að hafa eins konar Stefnumótunarfund Freyjunnar líkt og Kiddi skemmtilegi aflýsti á dögunum og á eftir að skella á aftur.
Ef föstudagurinn lítur illa út, hvernig er mánudagurinn? Spurning með pott og mat....

Svör óskast. -Líka frá þér Davíð Örn

kv.
Sigfússon
(læt nokkrar myndir fylgja af Freyjunum, auk Mása og heiðursfélaganna)


08 júlí 2007

Tenerife - 3.dagur

Líkt og venjulega hófst 3.dagur með tani á Bríkinni. Eftir boltaleiki og almenna neikvæðni ákvað fólk að hressa sig aðeins við með alvöru fótboltaleik á Wembley-stadium. Þrátt fyrir mikið keppnisskap og góða spilamennsku tapaði lið Freyjunnar + Rögnu aftur, en í þetta sinn í þremur stuttum leikjum.

Á Bríkinni
Mjög skítug mynd...Guðmundur í Byrginu yrði sáttur við þessa

Eftir fótboltann var ákveðið að hittast á 612 í fyrirpartý kl. 19:15. Þótt þið lesendur trúið því eða ekki, þá mættu Selbrautar-/Ægissíðu-hjónin fyrst á staðinn! Formaðurinn blandaði nokkra drykki þetta kvöldið með áföstu kokteilhristurunum líkt og hún hefði ekki gert neitt annað alla sína ævi. Segja má að formaðurinn hafi verið í essinu sínu þetta kvöld (eins og öll hin kvöldin reyndar líka!) því lúðinn fór á salernið, Davíð kyssti lúðann, Formaðurinn gerði ógleymalegar jólakortsmyndir fyrir næstu 10 ár, hún dansaði við flottur jakki með jakkanum hans Arnars. Arnar átti líka eitt óhemju gott atriði þegar fíllinn var tekinn við mikla almenna gleði. Segja má að þetta fyrirpartý hafi slegið öllum fyrirpartýum við, því hópurinn "gleymdi" að fá sér að borða.
Tögguhjónin fyrst á staðinn eins og venjulega
Fíllinn tekinn við mikla kátínu

"Lúðakoss"

Einmitt....

"Ekki vera með svona lokuð augum Arnar!"

Um tólf til eitt ákvað þó hópurinn að fara á Southern fried chicken og éta. Í matnum sáum við algjört bíó en það var klæðskiptingur að auglýsa skemmtistaðinn Tramps. Að sjálfsögðu kíktum við hjá honum og létum taka myndir. Ég held að svipufarið sér enn þá á rassinum mínum eftir að sló mig þegar ég fór. Eftir þessa myndasession, leitaði hópurinn að kareokíbar en hann var því miður lokaður, þannig að við fórum á Den Glade Viking. Sá staður var meiriháttar í alla staði. Arnar tók nokkur lög í kareokí (karaokí??), það voru lögin Feel með Robbie Williams og It´s my life með Bon Jovi. Því miður náðist Feel á myndband en til þess að firra sig mestu skömmina lét hann Bigga líka hafa hljóðnema svo hann gæti sungið sem minnst. Að sjálfsögðu var tekinn dans upp á borðum og öðrum munum, sérstaklega þegar Tell me með Einari Ágústi og Thelmu og Til hamingju Íslans með Silvíu Nótt kom á fóninn.
Dísús...

Jájá...
Bassaboxið sprakk við flutninginn

Mér sýnist Tell me vera komið á fóninn!

Eftir Den Glade Viking, fór verulega að þynnast í hópnum en ég, Arnar og Brynjar fórum á Bikini´s G (en ekki hvað!) og skemmtum okkur lítillega. Mig minnir að tónlistin hafi verið góð, en fljótlega var farið að dansa uppi á hátölurum, kúst var stolið og hann notaður í allt mögulegt. T.d. var hann notaður til þess að pota í stelpur og reynda að toga þær upp á hátalarann eða billiard borðið þegar líða tók á kvöldið. Einhverra hluta vegna tók ekki margar stelpur vel í þetta NEMA tvær gyðjur sem enduðu með AA uppi á billiard borðinu. Óskiljanlega af hverju drottningin dansaði rassadansinn hennar Silju Pálmars (hans Hemma) við mig. Undir lokin þá var Brynjar byrjaður að hitna í samneyti við aðra af bresku prinsessununm, en eins og vinum sæmir drógum við hann í burtu (ég kannast við það). Einn af aðalpunktunum á Bikini´s G var taudúkka sem við stálum af stelpu sem seldi okkur áfengi. Taudúkkan ber nafn í dag, Rassa-Gulli, er nafnið vísun í starf hans í upphafi.

Rassa-Gulli í essinu sínu. Arnar skemmtir sér reyndar ekki

Leiðinlegur greinilega

Bíógrafen

mmmm....maður sleikir bara útum

Leiðinilegt greinilega


Eftir Bikini´s G, fórum við á Veronica´s með sópinn með okkur og sópuðum allt sem sópa þurfti. Arnar sópaði meira að segja fyrir tveimur edrú stelpum í tröppunum að Veronica´s. Því miður náðist myndband að því. Einhverra hluta vegna fórum við aftur á Starko, á Tramps þar sem kústurinn var tekinn af okkur. Eftir stutt stopp á Tramps lá leiðin heim á TP. Klukkan var langt gengin í 7 þegar hér var komið við sögu.

Nýjasti starfsmaðurinn hjá Tenerife-borg


Leiðinlegt kvöld að baki með Rassa-Gulla


Eitt besta kvöld lífsins búið.

04 júlí 2007

Tenerife - 2.dagur

Jæja.... 2.dagur á Tenerife var viðburðaríkur. Farið var á Bríkina í bítið og sólað sig fram eftir degi. Ef mér skjátlast eki fórum við í fótbolta sem var hörkuskemmtilegur þrátt fyrir að Freyjur + Ragna töpuðum báðum leikjunum.

Klukkan 19:15 hófst fyrirpartý á 612 sem endaði með því að við fórum í átt að Harry´s og borðuðum á ítalska staðnum við hliðina á. Var það mál manna að vegna ölvunar Íslendinga fækkaði stjörnum veitingastaðarins á meðan við dvöldumst þar. Hálfmáninn minn var fínn og að mat loknum skelltum við okkur á Harry´s.


Systkinin, misölvuð þó

Fyrsti "lúði" ferðarinnar minnir mig

Harry´s klikkar aldrei og eftir 2-8 glös hittum við leiðinlegt fólk, þau Hödda og Alexöndru sem ákváðu að djamma lítillega með okkur um kvöldið. Við drógum þá á stað sem hét Los Angeles og þar settumst við niður og drukkum meira. Sumir einstaklingar færðust nær hverjum öðrum á meðan aðrir eignuðust nýja vini. Já það er rétt, Arnar og Davíð fóru að tala við bresk hjón (æskuvini þeirra) sem voru reyndar helvíti hress.


StimmungLúða-hjónin. Ótrúlegt hvernig Davíð getur gert brillurnar með bjór í höndinni


Af hverju ekki!!! Þetta hlýtur að hafa verið besti kosturinn í stöðunni!


Hópmynd af þeim sem fóru fyrst af Harry´s. Hver tók myndina??

Æskuvinir Arnars og fyrsta myndin af honum með leiðinlegu fólki


Eftir þetta stopp á Los Angeles fór mestur hluti hópsins á Down-under bar og síðan á Jordy´s Bar. Reyndar var hópurinn byrjaður að þynnast á þeim tímapunkti. Þar fékk Arnar gyllitilboð á barnum sem hann gat ekki hafnað. Að lokum þurftum við borga hátt í 60 evrum fyrir áfengið. Reyndar fengum við nokkra Smirnoff ice, helling af staupum, risaglas handa Arnari og kampavínsflösku. Eftir mikinn dans og almenna neikvæðni, var ég kominn upp á TP í kringum 6:00. Það er spurning hvort einhver geti fyllt í eyðurnar seinni hluta kvöldins.Plötusnúðurinn á Down-under bar. Greinilega í fýlu


Vil ekki vita meira!.. en hvað er í gangi??

Vil benda fólki á sjónvarpið í baksýn. Hvaða þáttur er í gangi á skemmtistað á þessum tíma!!!??

02 júlí 2007

Tenerife - 1.dagur (komudagur)

Jæja... þá byrjar ferðasagan í máli og myndum. Þar sem hvorki mín myndavél né háttvirts gjaldkera Freyjuklúbbsins var tiltæk komudaginn eru engar myndir frá okkur þann dag en stuðst verður við myndavélar annarra Freyja og einstaklinga.

Eftir um það bil 2 tíma fríhafnarrölt og áfengisþamb (þ.e.a.s. eftir að ritari sótti vegabréfið sitt) þá fór stóri bíbí í loftið á tilsettum tíma eða 14:50. Mikið glens og gaman var í strákahópnum aftast í vélinni á leiðinni enda var horft á gamlar Freyjumyndir sem og aðrar í bland við Little Britain þætti. Í flugvélinni þurfti að sjálfsögðu að væta kverkarnar lítilega og notuðu menn misjafnar leiðir til þess. Eftir rúmlega fimm og hálfs tíma flug komust ferðalangar loksins á leiðarenda..til Tenerife þar sem hópurinn ætlaði að dvelja í annaðhvort eina eða tvær vikur.Þessi mynd er kannski ekki lýsandi fyrir karlpening hópsins á leiðinni til Tenerife

Um leið og hópurinn hafði fengið úthlutuð herbergi, hentu menn farangrinum inn og fóru að leita að stað til þess að borða. Eftir að okkur hafði verði meinuð innkoma að stað í nágrenni Harry´s coktail bar, fengum við kort af stað í nágrenninu sem var opinn. Vitaskuld var Arnar Th á kortinu og eftir 18 mínútna interval frá Búntinu fundum við staðinn en hann var því miður lokaður. Nú voru góð ráð dýr enda klukkan langt gengin í miðnætti. Eftir langt labb í hringi fann Arnar kínverskan stað og átum við okkur pakksödd þar. Að mat loknum fóru við á Harry´s og skelltum nokkrum kokteilum í okkur, mismarga þó, en engu að síður innan marka. Sumir smökkuðu "Metro Sexual" í fyrsta skipti á meðan aðrir fóru snemma heim. Ritari telur að allir hafi verið komnir í bing í kringum 3:00.

01 júlí 2007

Lúði

Abbababb.... er Adda skyndilega komin til Eyja á Shellmótið???

Rétta Addan okkar í essinu sínu