28 júlí 2007
Myndir úr bústaðaferðinni (uppfært)
Annars þá læt ég nokkrar fylgja hérna:
23 júlí 2007
Morkna ferðin í bústaðinn
Annars þá vil ég hvetja Hemma til þess að vera með reglulegar bústaðaferðir héðan í frá. Þessi fór vel fram (fyrir utan brussuna hana Önnu sem brýtur allt sem hún kemur nálægt). Menn skemmtu sér ágætlega held ég.
Freyjukveðja,
Ritari
19 júlí 2007
Sumarbústaðurinn - framhald
Þannig að planið mitt í færslunni á undan breytist lítillega.
18 júlí 2007
Sumarbústaðurinn
Næstkomandi laugardag verður haldið upp á Þjóðhátíðarupphaf í sumarbústaðnum hans Hemma. Öllum þeim sem dvelja munu í leiðinlega húsinu í Vestmannaeyjum skilst mér séu hlutgengir í bústaðinn. Hemmi mun vinna á laugardagsmorguninn og þegar því er lokið er ekkert annað í stöðunni en að bruna austur. Mín hugmynd er að leggja af stað 12:30. Þá skulu allir vera búnir að borða morgunmat. Síðan um 14:00 þá lægi leið okkar að Gallery Pizza og ömurlegum hlöndum hakkað í okkur. Mér finnst þetta mjög mikilvægt.
Annars þá eru ég, Arnar og Hemmi búnir að kaupa Þjóðhátíðarmiðann í forsölu. Einungis 12 dagar eru í að forsölu lýkur (http://www.dalurinn.is/index2.php?p=101&id=11550)
Annað sem mér finnst mjög mikilvægt er að Sofia Hansen mæti með múlínexið og áfasta hristarann til að blanda Pina Colada.
Einhverju sem ég er að gleyma?
Ef gottið er gott heitir gottið Freyja
15 júlí 2007
Sumarbústaður næstu helgi
12 júlí 2007
Samráðsfundur föstudaginn 13.júlí
11 júlí 2007
Samráðsfundur / stefnumótunarfundur
08 júlí 2007
Tenerife - 3.dagur
Jájá...
Eftir Den Glade Viking, fór verulega að þynnast í hópnum en ég, Arnar og Brynjar fórum á Bikini´s G (en ekki hvað!) og skemmtum okkur lítillega. Mig minnir að tónlistin hafi verið góð, en fljótlega var farið að dansa uppi á hátölurum, kúst var stolið og hann notaður í allt mögulegt. T.d. var hann notaður til þess að pota í stelpur og reynda að toga þær upp á hátalarann eða billiard borðið þegar líða tók á kvöldið. Einhverra hluta vegna tók ekki margar stelpur vel í þetta NEMA tvær gyðjur sem enduðu með AA uppi á billiard borðinu. Óskiljanlega af hverju drottningin dansaði rassadansinn hennar Silju Pálmars (hans Hemma) við mig. Undir lokin þá var Brynjar byrjaður að hitna í samneyti við aðra af bresku prinsessununm, en eins og vinum sæmir drógum við hann í burtu (ég kannast við það). Einn af aðalpunktunum á Bikini´s G var taudúkka sem við stálum af stelpu sem seldi okkur áfengi. Taudúkkan ber nafn í dag, Rassa-Gulli, er nafnið vísun í starf hans í upphafi.
Rassa-Gulli í essinu sínu. Arnar skemmtir sér reyndar ekki
Leiðinlegur greinilega
Bíógrafen
mmmm....maður sleikir bara útum
Eftir Bikini´s G, fórum við á Veronica´s með sópinn með okkur og sópuðum allt sem sópa þurfti. Arnar sópaði meira að segja fyrir tveimur edrú stelpum í tröppunum að Veronica´s. Því miður náðist myndband að því. Einhverra hluta vegna fórum við aftur á Starko, á Tramps þar sem kústurinn var tekinn af okkur. Eftir stutt stopp á Tramps lá leiðin heim á TP. Klukkan var langt gengin í 7 þegar hér var komið við sögu.
Eitt besta kvöld lífsins búið.
04 júlí 2007
Tenerife - 2.dagur
Lúða-hjónin. Ótrúlegt hvernig Davíð getur gert brillurnar með bjór í höndinni
Af hverju ekki!!! Þetta hlýtur að hafa verið besti kosturinn í stöðunni!
Hópmynd af þeim sem fóru fyrst af Harry´s. Hver tók myndina??
Æskuvinir Arnars og fyrsta myndin af honum með leiðinlegu fólki
Vil ekki vita meira!.. en hvað er í gangi??
Vil benda fólki á sjónvarpið í baksýn. Hvaða þáttur er í gangi á skemmtistað á þessum tíma!!!??
02 júlí 2007
Tenerife - 1.dagur (komudagur)
Eftir um það bil 2 tíma fríhafnarrölt og áfengisþamb (þ.e.a.s. eftir að ritari sótti vegabréfið sitt) þá fór stóri bíbí í loftið á tilsettum tíma eða 14:50. Mikið glens og gaman var í strákahópnum aftast í vélinni á leiðinni enda var horft á gamlar Freyjumyndir sem og aðrar í bland við Little Britain þætti. Í flugvélinni þurfti að sjálfsögðu að væta kverkarnar lítilega og notuðu menn misjafnar leiðir til þess. Eftir rúmlega fimm og hálfs tíma flug komust ferðalangar loksins á leiðarenda..til Tenerife þar sem hópurinn ætlaði að dvelja í annaðhvort eina eða tvær vikur.
Þessi mynd er kannski ekki lýsandi fyrir karlpening hópsins á leiðinni til Tenerife
Um leið og hópurinn hafði fengið úthlutuð herbergi, hentu menn farangrinum inn og fóru að leita að stað til þess að borða. Eftir að okkur hafði verði meinuð innkoma að stað í nágrenni Harry´s coktail bar, fengum við kort af stað í nágrenninu sem var opinn. Vitaskuld var Arnar Th á kortinu og eftir 18 mínútna interval frá Búntinu fundum við staðinn en hann var því miður lokaður. Nú voru góð ráð dýr enda klukkan langt gengin í miðnætti. Eftir langt labb í hringi fann Arnar kínverskan stað og átum við okkur pakksödd þar. Að mat loknum fóru við á Harry´s og skelltum nokkrum kokteilum í okkur, mismarga þó, en engu að síður innan marka. Sumir smökkuðu "Metro Sexual" í fyrsta skipti á meðan aðrir fóru snemma heim. Ritari telur að allir hafi verið komnir í bing í kringum 3:00.