18 júlí 2007

Sumarbústaðurinn

Jæja....

Næstkomandi laugardag verður haldið upp á Þjóðhátíðarupphaf í sumarbústaðnum hans Hemma. Öllum þeim sem dvelja munu í leiðinlega húsinu í Vestmannaeyjum skilst mér séu hlutgengir í bústaðinn. Hemmi mun vinna á laugardagsmorguninn og þegar því er lokið er ekkert annað í stöðunni en að bruna austur. Mín hugmynd er að leggja af stað 12:30. Þá skulu allir vera búnir að borða morgunmat. Síðan um 14:00 þá lægi leið okkar að Gallery Pizza og ömurlegum hlöndum hakkað í okkur. Mér finnst þetta mjög mikilvægt.

Annars þá eru ég, Arnar og Hemmi búnir að kaupa Þjóðhátíðarmiðann í forsölu. Einungis 12 dagar eru í að forsölu lýkur (http://www.dalurinn.is/index2.php?p=101&id=11550)

Annað sem mér finnst mjög mikilvægt er að Sofia Hansen mæti með múlínexið og áfasta hristarann til að blanda Pina Colada.

Einhverju sem ég er að gleyma?


Ef gottið er gott heitir gottið Freyja

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sofia er búin að boða komu sína á laugardagskvöldið og mun mæta með hristarann sinn!

Nafnlaus sagði...

Spurning um hvort maður píni sig í bústaðinn, er búin að missa af nokkrum “rólegum kvöldum” undanfarið og missa greinilega af fáum gullmolum. Þannig að ég boða komu mína í Þjóðhátíðarupphafið. Er hægt að far á laugardaginn hjá einhverjum?
Ragna Karen

Eva Margrét sagði...

halló halló ég var því miður búin að lofa mér annað. Vissi ekki að þetta væri Þjóðhátíðarhittingur, hélt að þetta væri eitthvað Freyju, Tenerife dæmi....En ég hlakka þá bara enn meira til þess að eyða Verzlunarmannahelginni með ykkur;)
ykkar Rúna