22 nóvember 2007

22.nóvember 2007

Jæja....
Kominn tími á eitt stykki pistil eða svo.

Engir skipulagðir fundir hafa átt sér stað í Freyjuklúbbnum að undanförnu að frátöldum gríðargóðum fundi á Víkurströndinni um daginn þegar kex og ostar voru á boðstólnum. Mexíkó osturinn var hrikalega skemmtilegur líkt og kvöldið í heild sinni. Ýmis málefni voru skeggrædd þetta kvöldið þó að sumir hafi meira verið í drykkjukeppni við sjálfan sig. Sá hinn sami endaði öruggur niðri í bæ. Guðrún markmaður var gestur fundarins en auk Freyjumeðlima voru mættir bílstjórinn, Jokkim og fylgikonu bílstjóra.

Það mál sem rætt var hvað mest var utanlandsferð næstkomandi vor eða fljótlega eftir vorpróf. Meirhluti Freyjunnar voru á því að leggja ætti Bandaríkin undir sig þetta árið og auk þess að líta við í S-Amerkíku. Virtur bílstjóri Freyjunnar auk gjaldkera geta kannski frætt okkur um hvað land er heitast í dag.

Nokkrum dögum síðar kom sú skemmtilega hugmynd upp að skella sér á jólahlaðborð og var sú hugmynd kæfð við fæðingu..... Margir góðir kostir hafa verið bornir á borð en líklegast er að Freyjan hendi sér á stað nálægt miðbænum þann 21.desember næstkomandi. Stemning hefur myndast að undanförnu um Vox á Hótel Hilton, Nordica. Ritari veit ekki nákvæmlega hver er í jólahlaðborðsnefnd er hann heldur þó að Finnur auk framkvæmdavaldsins séu að skoða kosti og galla þessa helstu staða víðsvegar um borgina.

Ég held að það sé ekki fleira í bili.....

Spurning hvort gjaldkerinn taki puttann úr rassinum á sér og fari að koma myndum á netið. Bæði bústaðaferðamyndirnar sem hann var næstum því búinn að glata með sínum aulaskap auka Herrakvöldsmynda.

Poka-Ása hvað....

7 ummæli:

Brynjar sagði...

Hún er í bullinu

Nafnlaus sagði...

Sæll eigum við að ræða þessa mynd eitthvað?

En allaveganna þá þurfum við að fara ákveða hvert við ætlum að fara á jólahlaðborð og fara panta, áður en allt fer að fyllast!

Persónulega væri ég mest til í að vera einhversstaðar í miðbænum en við gætum líka alveg farið annað (út fyrir 101) og endað í síðan í miðbænum.
Hvernig líst ykkur á ef við nefnum nokkra staði og höfum síðan lýðræðislega kosningu um hvert verður farið eins og Georg Bjarnfreðarson gerir á stöðinni sinni?

Kv. Adda

Nafnlaus sagði...

Það er spurning um að hafa stuttan fund um helgina með kex og ostum, jafnvel að hafa kosningu? hvernig líst ykkur á það?

Kv.
Adda

Dabbi sagði...

Bíddu, leyfðu mér að hugsa.....JÁ!

En hvað um það, ég er til í hvað sem er þar sem verð á hinum ýmsu stöðum er mjög svipað. Laugardagskvöldið finnst mér vera tilvalið með kex og osta og ógleymanlegu laugardagslögin í hljóðgrunni. Jóakim er með opið hús á B43 og jafnvel Formaður og varaformaður á S74. Hvað segir fólk um það?

Kv.
Umboðsmaður Sólarinnar

BíóTaggan sagði...

Klárlega málið að hafa skipulagsfund á laugardaginn....

Ég skal skoða þetta myndadæmi.

En þessi mynd Andri...hún er klárlega á dansa á línunni góðu!!

Nafnlaus sagði...

Er búin að panta borð á Lækjarbrekku þann 22. desember :o)

Það var bara í boði að koma kl 18:00 eða 21:00 og ég pantaði kl. 21. Þá getum við frekar hist e-ð aðeins á undan. Hvernig hljómar þetta?

Kv.
Adda

Nafnlaus sagði...

Þetta hljómar yndislega skal ég segja þér og öðrum. Jeg har sommerfugl í maven.....