04 júlí 2007

Tenerife - 2.dagur

Jæja.... 2.dagur á Tenerife var viðburðaríkur. Farið var á Bríkina í bítið og sólað sig fram eftir degi. Ef mér skjátlast eki fórum við í fótbolta sem var hörkuskemmtilegur þrátt fyrir að Freyjur + Ragna töpuðum báðum leikjunum.

Klukkan 19:15 hófst fyrirpartý á 612 sem endaði með því að við fórum í átt að Harry´s og borðuðum á ítalska staðnum við hliðina á. Var það mál manna að vegna ölvunar Íslendinga fækkaði stjörnum veitingastaðarins á meðan við dvöldumst þar. Hálfmáninn minn var fínn og að mat loknum skelltum við okkur á Harry´s.


Systkinin, misölvuð þó

Fyrsti "lúði" ferðarinnar minnir mig

Harry´s klikkar aldrei og eftir 2-8 glös hittum við leiðinlegt fólk, þau Hödda og Alexöndru sem ákváðu að djamma lítillega með okkur um kvöldið. Við drógum þá á stað sem hét Los Angeles og þar settumst við niður og drukkum meira. Sumir einstaklingar færðust nær hverjum öðrum á meðan aðrir eignuðust nýja vini. Já það er rétt, Arnar og Davíð fóru að tala við bresk hjón (æskuvini þeirra) sem voru reyndar helvíti hress.


Stimmung



Lúða-hjónin. Ótrúlegt hvernig Davíð getur gert brillurnar með bjór í höndinni


Af hverju ekki!!! Þetta hlýtur að hafa verið besti kosturinn í stöðunni!


Hópmynd af þeim sem fóru fyrst af Harry´s. Hver tók myndina??

Æskuvinir Arnars og fyrsta myndin af honum með leiðinlegu fólki


Eftir þetta stopp á Los Angeles fór mestur hluti hópsins á Down-under bar og síðan á Jordy´s Bar. Reyndar var hópurinn byrjaður að þynnast á þeim tímapunkti. Þar fékk Arnar gyllitilboð á barnum sem hann gat ekki hafnað. Að lokum þurftum við borga hátt í 60 evrum fyrir áfengið. Reyndar fengum við nokkra Smirnoff ice, helling af staupum, risaglas handa Arnari og kampavínsflösku. Eftir mikinn dans og almenna neikvæðni, var ég kominn upp á TP í kringum 6:00. Það er spurning hvort einhver geti fyllt í eyðurnar seinni hluta kvöldins.



Plötusnúðurinn á Down-under bar. Greinilega í fýlu


Vil ekki vita meira!.. en hvað er í gangi??

Vil benda fólki á sjónvarpið í baksýn. Hvaða þáttur er í gangi á skemmtistað á þessum tíma!!!??

7 ummæli:

BíóTaggan sagði...

Svakalega góður pistill af degi tvö...sem var mjög öflugur.

Vildi bara leiðrétta og bæta smá við...staðurinn þar sem ég hitti leiðinlegu bresku hjónin heitir Los Angeles, hópmyndina tók einhver gaur sem var að ganga framhjá og staðurinn sem við keyptum 16 Smirnoff Ice(helmingurinn kom að góðum notum síðar), skot, kampavínsflösku o.fl. heitir Jordi's Sportbar og var með svakalega sterkur staður.
Að loknum þeim stað fór fólk og fékk sér að borða og hélt heim á TP.

Nafnlaus sagði...

Þegar þið fóruð á jordy's sports bar skaust ég upp á herbergi, skipti um bol og fékk mér e-ð óáfengt að drekka. Svo fór ég aftur niðrí bæ og fann ykkur á staðnum við hliðina á jordy's þar sem alexandra var að borða viðbjóðslega pizzu. Ég sötraði kampavín af stút í einhverjar mínútur og svo endaði ég einn niðri í bæ. Held að þetta sé rétt en man ekki mikið meira.

Jú það mætti kannski minnast aðeins á fyrirpartýið á 612.

Nafnlaus sagði...

Gerðist ekki eitthvað sniðugt í því partýi?

Nafnlaus sagði...

Var að skoða dalurinn.is en nýjustu skemmtikraftarnir eru engir aðrir en Raggi Bjarna og Toggi Tempó!!!!

Viss um að Hemmi er sérlega neikvæður við þessar fréttir....

Nafnlaus sagði...

Mig minnir að fyrirpartýið á 612 hafi verið innan skynsamlegra marka. Reyndar voru trúnófundir út um allt (skil ekki af hverju). Partýið fór að mestu fram á svölunum til að byrja með, enda stórar svalir á 612.

Nafnlaus sagði...

Oi, achei teu blog pelo google tá bem interessante gostei desse post. Quando der dá uma passada pelo meu blog, é sobre camisetas personalizadas, mostra passo a passo como criar uma camiseta personalizada bem maneira. Se você quiser linkar meu blog no seu eu ficaria agradecido, até mais e sucesso. (If you speak English can see the version in English of the Camiseta Personalizada. If he will be possible add my blog in your blogroll I thankful, bye friend).

Brynjar sagði...

Topp enska ef þið eltið linkinn hér að ofan sem á stendur:

version in English of the Camiseta Personalizada