02 júlí 2007

Tenerife - 1.dagur (komudagur)

Jæja... þá byrjar ferðasagan í máli og myndum. Þar sem hvorki mín myndavél né háttvirts gjaldkera Freyjuklúbbsins var tiltæk komudaginn eru engar myndir frá okkur þann dag en stuðst verður við myndavélar annarra Freyja og einstaklinga.

Eftir um það bil 2 tíma fríhafnarrölt og áfengisþamb (þ.e.a.s. eftir að ritari sótti vegabréfið sitt) þá fór stóri bíbí í loftið á tilsettum tíma eða 14:50. Mikið glens og gaman var í strákahópnum aftast í vélinni á leiðinni enda var horft á gamlar Freyjumyndir sem og aðrar í bland við Little Britain þætti. Í flugvélinni þurfti að sjálfsögðu að væta kverkarnar lítilega og notuðu menn misjafnar leiðir til þess. Eftir rúmlega fimm og hálfs tíma flug komust ferðalangar loksins á leiðarenda..til Tenerife þar sem hópurinn ætlaði að dvelja í annaðhvort eina eða tvær vikur.



Þessi mynd er kannski ekki lýsandi fyrir karlpening hópsins á leiðinni til Tenerife

Um leið og hópurinn hafði fengið úthlutuð herbergi, hentu menn farangrinum inn og fóru að leita að stað til þess að borða. Eftir að okkur hafði verði meinuð innkoma að stað í nágrenni Harry´s coktail bar, fengum við kort af stað í nágrenninu sem var opinn. Vitaskuld var Arnar Th á kortinu og eftir 18 mínútna interval frá Búntinu fundum við staðinn en hann var því miður lokaður. Nú voru góð ráð dýr enda klukkan langt gengin í miðnætti. Eftir langt labb í hringi fann Arnar kínverskan stað og átum við okkur pakksödd þar. Að mat loknum fóru við á Harry´s og skelltum nokkrum kokteilum í okkur, mismarga þó, en engu að síður innan marka. Sumir smökkuðu "Metro Sexual" í fyrsta skipti á meðan aðrir fóru snemma heim. Ritari telur að allir hafi verið komnir í bing í kringum 3:00.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það sem stóð uppúr í flugferðinni hjá mér var að Davíð og Adda leiðinlegu buðu mér upp á ýmsar veigar og var maður orðinn ágætur á tímabili.

Ekki má heldur gleyma að Anna hellti yfir mig tveimur lítrum af hvítvíni sem var bara jákvætt því ég fékk ókeypis þvott um miðbik ferðarinnar í skaðabætur.

Nafnlaus sagði...

Tad sem stód upp úr hjá mér var ég sjálf! Ég er best, áfram ég! ;o)

En hvad um tad, vid erum núna ad bída eftir rútunni,búin ad borda á Playboy sem er ágaetis stadur og hlokkum mikid til tess ad fara í stutta flugid!

En ég var ad spá hvort tad vaeri ekki upplagt ad hafa bríkarfund á morgun upp úr 17:30, hvernig lýst ykkur á tad?

Kvedja,
Sofia Hansen (kona ársins 1993)

Nafnlaus sagði...

...sem þú nýttir eiginlega ekkert um miðbik ferðarinnar. Brynjar, þú lést Önnu þvo boli og buxur, eitthvað sem Finnur hefði betur mátt nýta.

Personlich finnst mér Bríkarfundurinn í fyrra fallinu. Hvernig litist ykkur á 18:15?

Annars þá er komudagurinn kominn fyrir minn part. Menn mega að sjálfsögðu bæta við og koma með sýna hlið á málinu. Ég gat ekki verið alls staðar!!!

BíóTaggan sagði...

Ég styð NesBrík kl. 17:30, ég verð amk. mættur þá - aðeins til að bæta á tanið(ólíkt því sem maður hefur verið að gera undanfarna daga).

Það verður bara pressa á þér Andri að mæta sem fyrst, til að missa ekki af Dagbjörtu, hún ætlar víst að mæta með Sofíu og Halim-Al.

Ánægður með pistilinn engu að síður...vil samt taka fram 612 og 620 tóku létta skoðunarferð þetta kvöld og fóru yfir helstu skemmtistaðana og undirbjuggu komandi kvöld.

Nafnlaus sagði...

Ég er game á bríkina,,=) mæti í fyrra fallinu með sundbrókina þína Binni=) Later....

Nafnlaus sagði...

Mér skilst skv. áreiðanlegum heimildum að það verði ekki matur á Víkurströndinni í kvöld þannig að ég gæti verið á bríkinni rétt um eða yfir 17:30.

Nafnlaus sagði...

Greinilegt samt að Anna telur sig vera vel samkeppnishæfa í brúnkukeppninni við Brynjar. Hún ætlar meira að segja að mæta fyrr og auka enn frekar við svarta litinn!

Nafnlaus sagði...

Það á enginn séns í mig