15 júlí 2007

Sumarbústaður næstu helgi

Jæja....þó að maður hafi hálfgert óbeit á áfengi eftir þessa helgi, þá er um að gera að skipuleggja þá næstu. Á seinasta fundi (9.fundi Freyjunnar, hjá Hemma að B43) var það einróma samþykkt að reyna að komast að á Ási III hjá Hemma. Fyrst bústaðurinn sé tæknilega séð heimili Hemma, hvetjum við hann í sameiningu til þess að spyrja sem fyrst um leyfi fyrir tvöfaldri helgi í nágrenni Hellu. Það væri reyndar hrikaleg neikvæðni að kíkja kannski einu sinni á Gallery Pizza...

Einnig var samþykkt að backup plan væri B13, þannig að við erum ekki á flæðiskeri settir með húsnæði, þó að heitur pottur og varðeldur að Ási III væri mjög ákjósanlegt.

Ég læt nokkar fylgja úr leiðinlegri bústaðarferð....




9 ummæli:

Brynjar sagði...

Leiðindi

Brynjar sagði...

Ég vil tilkynna það hér með að þar sem ég er ennþá með hausverk eftir laugardaginn þá ætla ég að vera rólegur a.m.k. annað kvöldið (ef við ætlum að vera tvö kvöld).

Hins vegar vil ég mæla með því að þetta verði auglýst almennilega svo að við fáum svoldið þéttann hóp í þetta.

Nafnlaus sagði...

Enginn veit enn þá hvort þetta verður yfir höfuð (-verk).

Voru það ekki bara öskrin sem heyrðust allar Strandirnar og héldu vöku á Bollagöruðum í KKC sem orsökuðu þennan hausverk??

Annars þá verðum við að fara að fá þetta á hreint í sambandi við helgina. Hemmi verður að fara að hafa samband! Einnig hvet ég þessar stelpur (Evu M og Önnu) til að tilkynna hvorn daginn þær verða hjá okkur og hvorn hjá Óla, Sölva og þeim.

Hvaða hóp viljum við fá í bústaðinn?? Erum við að ekki bara að tala um handboltahópinn eða eru einhverjir fyrir utan hann sem eru velkomnir??

BíóTaggan sagði...

Var að smassa á Jóa............kim, bíð eftir svari. Varðandi hópaskiptingu í bústaðinn, var þá ekki um að ræða Tenerife niðurlag á föstudaginn(+velvaldir Freyjuvinir) og Þjóðhátíðarupphaf á laugardaginn ??

p.s. Andri þú veist aldrei hvenær þú ferð yfir strikið...mér finnst hausverkakommentið að ofan vera komið langt yfir línuna!!

Brynjar sagði...

Já ég er sammála, Andri er gjörsamlega strikblindur.

Sniðugt að hafa flöskudagskvöldið sem Freyjufund og smala þéttum pakka austur á laugardagskvöldið.

Nafnlaus sagði...

ég er sammála Brynjari. Létt og löðurmannlegt á föstudeginum...en stinnt engu að síður. Síðan verður þetta allsvakalegt á laugardeginum með múgi og margmenni.

Nafnlaus sagði...

Shalom=) er ekki búin að heyra neitt frá hinum hópnum þannig að það lítur út fyrir að ég sé öll ykkar=) En með fyrirvara um breytingar,,,=)
Lýst bara helvíti vel á þetta altt ef að það gengur upp hjá Jóakim=)

Eva Margrét sagði...

halló halló ég var því miður búin að lofa mér annað. Vissi ekki að þetta væri Þjóðhátíðarhittingur, hélt að þetta væri eitthvað Freyju, Tenerife dæmi....En ég hlakka þá bara enn meira til þess að eyða Verzlunarmannahelginni með ykkur;)

Nafnlaus sagði...

I would like to exchange links with your site freyjurnar.blogspot.com
Is this possible?