12 júlí 2007

Samráðsfundur föstudaginn 13.júlí

Skv. áreiðanlegum heimildum verður samráðsfundur Freyjunnar föstudaginn 13.júlí nk hjá Jóakim Aðalönd að Bollagörðum 43. Mönnum er það í sjálfval sett (Nesval) hvort áfengi verður við hönd er engu að síður er það æskileg hegðun. Hemmi er búinn að vinna um 22:30, þannig að upp úr því er mæting. Freyjur og aðrir aðstandendur eru hjartanlega velkomnir skilst mér.

P.s. Hemmi biður ykkur að koma með 500 kr fyrir rafmagni og snakki.

3 ummæli:

Andri sagði...

Ekki misskilja mig, því þetta er höfðinglegt af þér Hemmi að bjóða okkur til þín. Vonandi tekur þú ekki þessum skotum illa, eins og þú gerðir þegar þú reifst af mér nafnspjaldamiðann uppi í íþróttahúsi í vetur.

Andri sagði...

....og það þarf ekki að koma með 500 kr með sér skv. nýjustu upplýsingum

BíóTaggan sagði...

Leiðinleg mynd....en þökkum Hemma kærlega boðið í kvöld.

Það eru mýmörg málefni sem þarf að skipuleggja fyrir næstu vikur.