23 júlí 2007

Morkna ferðin í bústaðinn

Jæja...þá er ein leiðinleg bústaðaferð að baki. Jesús...ég er enn saddur eftir Hofland pizzurnar í gærkvöldi. Annars þá vil ég gefa Hemma aka Jóakim Aðalönd 4 hraunkassa af 5 mögulegum fyrir ferðina, bæði fyrir afnot af bústaðnum og fyrir að vera með almenn leiðindi (sbr. söngurinn og teygjuæfingarnar)

Annars þá vil ég hvetja Hemma til þess að vera með reglulegar bústaðaferðir héðan í frá. Þessi fór vel fram (fyrir utan brussuna hana Önnu sem brýtur allt sem hún kemur nálægt). Menn skemmtu sér ágætlega held ég.

Freyjukveðja,
Ritari

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það væri nú ekki leiðinlegt að fá myndir úr ferðinni á síðuna, Arnar. Þú ert alltaf með allt niður um þig!

Nafnlaus sagði...

Það er spurning hvenær hann hefur tíma til þess þessa dagana...

BíóTaggan sagði...

Þetta er allt í vinnslu...kemur í kvöld eða á morgun.

En þar sem myndirnar verða ekki settar í heild sinni inná síðuna..bið ég þá sem gera tilkall til að sjá myndirnar að senda mér línu á arnarth@gmail.com og ef þeir eru þess verðugir munu þeir fá link á myndirnar tilbaka.

Nafnlaus sagði...

Þið eruð fávitar

Brynjar sagði...

Ég vildi bara tilkynna ykkur að ég er búinn að selja miðann minn til Eyja.

Ég nenni ekki að mæta.

BíóTaggan sagði...

Á sama tíma að viku verðum við að detta inní Dalinn og jafnvel farin að vinna okkur vel af stað...ömurlegt!!

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir myndirnar Arnar, þær eru frábærar!

Reyndar gat ég ekki staðist mátið og seldi alla miðana sem ég sótti á Eimskip í fyrradag á svörtum markaði á 120.000 kr. 10 fullorðnir, 1 bíll og 1 koja báðar leiðir.

Núna er klukkan 17:25 og eftir nákvæmlega viku verð ég búinn að fá mér meira en 1-2!

Dabbi sagði...

Gott hjá þér Andri!

Ég var líka að frétta að það væri búið að aflýsa Þjóðhátíð. Einhver Toby "fáviti" er á leiðinni. Ég drep hann!!

Kv. Halim Al