27 júní 2007

Tenerife lokið !!

Jesús... þá er skemmtilegasta ferð lífs míns lokið loksins. Hvernig er hægt að toppa þessa skemmtun. Allt sem kemur í kjölfar þessarar ferðar kemst ekki með tærnar sem þessi ferð hefur hælana. Ef ég á að segja frá þessari ferð í gríðarlega stuttu máli þá má segja að við höfum skemmt okkur, djammað, djammað, skemmt okkur, farið í sundlaugagarðinn, haldið árshátíð klúbbsins okkar, tilnefnt heiðursfélaga klúbbsins o.fl.
Ég er með kvíðatilfinningu um að skrifa allt sem kom fyrir í þessari ferð, ég hugsa að ég gefi bara út bók fyrir næstu jól: "Freyjuklúbburinn á Tenerife"

3 myndir sem ég valdi af handhófi út rúmlega 850 myndum sem allar eru frábærar. Einnig eru til 25 video af snilldaratriðum úr ferðinni.





4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bara svo þið vitið það, kemur engin færsla og þar af leiðandi engar myndir fyrr en eftir helgi þar sem ég ætla að drepa ansi marga fiska á Skagaheiðinni um helgina.

Nafnlaus sagði...

Sumir hlógu að þessum Freyjuklúbb fyrir ferðina....ég held að sama fólkið hlægi ekki í dag!!

:(
Ritarinn

Brynjar sagði...

Ég er búinn að skrifa um leiðinlega laugardagskvöldið og hljóp hratt yfir sögu. Það tók ekki nema einn og hálfan tíma.

Ég skal hjálpa þér með bókina Andri.

Nafnlaus sagði...

VÁ, ég er enn að jafna mig eftir ferðina. Hún var bara snilld og ég sé alls ekki eftir því að hafa skellt mér með. Vil bara þakka Fylgikonu Bílstjórans innilega fyrir að vera frumkvöðullinn að þessarri frábæru ferð!

Fylgikona Jóakims kveður ;)