04 júní 2007

Kveikja

Jæja, þá þurfum við að fara aðeins að kveikja í þessari síðu. Tek hluta til á mig skriftarleysi sem einkennt hefur síðuna undanfarna daga, og ekki er það vegna tímaleysis!!!

Ég er enn þá að velta því fyrir mér hvort ég eigi að fá mér bjór í Flugstöð Leifs Eríkssonar 19.júní. Flugið er auðvitað 4,5 tímar þannig að það er spurning að maður verður annaðhvort dauðadrukkinn þegar komið verður til Tenerife eða að maður taki leggju í flugvélinni og mæti ferskur á Tenerife. Ég er eiginlega kominn á þá skoðun að ég fái mér bjór/sterkara þegar 1,5 tímar eru eftir af flugina í fyrsta lagi svo maður verði nú léttur þegar komið verður á pizzastaðinn og síðan í ömurlegu kokteilana á Harry´s. Gjaldkeri fer í það mál að athuga hvort hægt sé að fá samning við Harry´s upp á að fá hlöndur þar eða taka vel á móti okkur.

---UPDATE--- skv http://www.tenerife-uncovered.com/nightlife_reviews.php er enginn staður sem heitir Harry´s, ARNAR!!! Það er staður sem heitir The Mett Bar sem er reyndar efnilegur. 80´s tónlist í bland við nýja er mjög jákvætt.

Einnig er ég gríðarlega ánægður með formannsræður undanfarnar helgar, enda vel skipulagðar, stuttar og hnitmiðaðar. Dæmið sem Hemmi og Finnur voru að spá í er dottið uppfyrir. Reyndar geta þeir fundið síðu á netinu sem leitar alltaf að ódýrust flugunum. Þeir geta millilent á leiðinni til baka á Englandi eða í Köben og flogið þannig með öðru flugfélagi.

Kiddi G er byrjaður að kommenta á www.blog.central.is/grottan . Hann er að gera gott mót þessa dagana.

Eitthvað sem ég er að gleyma????

11 ummæli:

BíóTaggan sagði...

Ánægður með bloggið Andri....spurning hvort að 1,5 tími sé ekki full snemmt, væri kannski meira við hæfi að byrja svona 1,27 tíma fyrir lendingu.

Tek undir með Andra, að ræðurnar eru sífellt að koma sterkari inn.

En að lokum, vil ég benda ykkur á heimasíðu Harry's sem er svo sannarlega til.... http://www.tenerife.com/en/harrys.asp , þarna verða fyrstu cockteilarnir láttnir renna niður.

Nafnlaus sagði...

Kæru Freyjur + Finnur

ég vil bara byrja á því að lýsa ánægju minni yfir ritaranum, hann stendur sig virkilega vel. Mikilvægt er að aðrir meðlimir klúbbsins sinni sínum hlutverkum, allaveganna er ég á fullu að undirbúa ræðuna mína sem ég verð með á árshátíðinni á Tenerife, spurning hvaða hlutverkum Leðjan og Bíóið eru að sinna fyrir árshátíðina?

En yfir í aðra sálma þá er flugið til Tenerife 5 og hálfur tími en ekki 4 og hálfur sem þýðir að bjórdrykkja hefst klukkutíma seinna ef við förum eftir hugmyndum ritarans....ekki að það sé negulatriði!

Ein stórfrétt..... var að heyra að Kiddi G. sé að fara til Tenerife 19. - 26. júní og mun vera á hóteli sem heitir Tropical Playa sem er bara frekar jákvætt!
Spurning um að plata hann með okkur á þjóðhátíð?

Þetta er stutt og hnitmiðað hjá mér að venju.... ætla að fara halda áfram að semja ræðuna mína.

Kveðja,
formaður Freyjuklúbbsins

Nafnlaus sagði...

Harry´s var allavega ekki inn á uncovered síðunni. Virkilega jákvætt engu að síður. Gjaldkerinn fer í að senda á harry@tenerife.com spurningar um mat og gleðskap.

Ég ætla að halda mig við 1,5 tíma, þ.e.a.s. þangað til við komum.

Hvernig er stemningin fyrir því að prenta boli fyrir ferðina??

BíóTaggan sagði...

Það verður ekki matur á Harry's, en í sömu byggingu(sem horfir yfir gosbrunnana) er víst góður ítalskur staður. Spurning að meta það....

Nafnlaus sagði...

Hemmi beiler!!!!!!!!!!!

Dabbi sagði...

Ég myndi segja að klukkutími fyrir lendingu væri góður tími fyrir drykkju, Finnur bílstjóri samþykkti það.

Við þurfum ekki bara að kíkja á Harry's það eru mun fleiri fínir staðir með marga kokteila.

Var að fá staðfest frá nýkjörnum formanni Gróttu að hann sé á leiðinni með okkur. Hann fær víst Kára Garðarsson með sér.

En hvað um það, myndirnar segja sínu viti.

Kv.
Varaformaður

Nafnlaus sagði...

Ef að ég kemst með í þessa bíóferð þá ætla ég að sulla alla leiðina í flugvélinni. Byrja hægt og vinna mig svo upp.

BíóTaggan sagði...

Pant sitja með Brynjari... það verður klárlega sullað alla leiðina í vélinni.

Frétti líka að nú sé að verða staðfest að Finnsi og Binnsi fái að koma með...leiðinlegt.

Verst er að þá þarf ég að hafa samband aftur út og stækka borðið á staðnum, sem árshátíðin verður haldin á. Held að það ætti að sleppa...svakalegur staður!!

BíóTaggan sagði...

Í hús var að detta 100% staðfesting á viðbót við Árshátíðarferð Freyjunnar.

Það versta er að það eru 13 dagar í þetta, full mikið...vika hefði verið nægjanlega langur tími til að bíða.

En innilega til lukku með þetta Binni og Finnur!

Nafnlaus sagði...

Takk kærlega fyrir það Davíð. Ég sit hérna með skeifu yfir þessu öllu saman.

Nafnlaus sagði...

Ég get ekki beðið, 11 dagar og bara 6 vinnudagar(Davíð). Ég vil þakka Freyjunum og öðrum fararmeðlimum fyrir boðið í ferðina og mér og Brynjari fyrir hraðar hendur við að panta ferðina. Hemmi fær hins vegar lítið hrós fyrir að beila.