Ég hef ákveðið að koma með pistla með reglubundnu millibili hérna á síðuna fram að Árshátíð. Hver veit nema það verði á hverjum degi! Einnig mega gestapistlar koma frá öðrum stjórnarmeðlimum.
Þá er komin staðfesting á komu Brynjars Arnar og Finns Inga til Tenerife, mjög svo jákvætt. Þá erum við 11 í heildina þessa einu viku en 5 fara heim eftir hana. Strákar í meirihluta, 6 á móti 5. Ég hef ekkert heyrt frá gjaldkera í sambandi við matinn á þriðjudagskvöldinu, hvað þá dílnum við Harrys....
Ekkert komment komið með boli, er ekki áhugi fyrir því? Ef ég þekki Óttarr verðum við að vera með rúman tíma vegna þess að hann er aldrei með neitt niðrum sig upp í Margt Smátt.
Gjaldkerinn segist ætla sér að vera kominn vel í glas á leiðinni. Fullyrðir um tvo í flughöfninni og síðan kominn vel á leið í flugvélinni....engar klósettferðir þar þá. Gaman að því.
Mér finnst að það verður að vera einhver keppni þarna úti, hvort sem það er í formi strandblaks einn daginn eða (strand)/fótbolti með tveimur liðum. Við gætum örugglega ekki skipulagt það.....
Tónlistarmál eru í brennidepli þennan daginn. Mér eru á því að fylla i-podana sína með góðri og massífri tónlist fyrir ferðina. Ekki má gleyma íslenskri tónlist eins og Greifunum og SSSól og fleirum.
Annars þá vil ég gefa Brynnsa (af hverju er Binni , Brilli og Binnsi alltaf með venjulegu i-i en ekki y-i ?? lúkkið??) og Finnsa fjóra hraunkassa af fimm mögulegum fyrir að koma með í ferðina með gríðalega skömmum fyrirvara. Mjög jákvætt.
4 af 5 er mjög gott
Leiðinlegar og ókorrekt týpur
Leiðinlegi maðurinn og sonurinn
5 ummæli:
Ánægður með bloggið, enn og aftur. Það eru greinilega ýmiss atriði sem á eftir að skipuleggja fyrir ferðina og er því spurning hvort ekki þurfi að taka einn skipulagsfund mjög bráðlega.
Ég vil gefa Brynjari og Finn fimm rauðar töggur af fimm mögulegum, fyrir að skella sér með. Einstaklega gott framtak hjá þeim, á meðan Hemmi er formlega stimplaður sem bailer.
Myndirnar koma enn og aftur sterkar inn....
Hemmi er að safna pening. Hann kemur til með að lifa lífinu einhvern tíman í næsta lífi.
Ég er hlynntur skipulagsfundi sem fyrst. Þó ótrúlegt megi virðast er ég næstum alltaf laus skv. "nýja" skipulaginu.
Þú ert ekkert betri en ég........
Já. Fundur sem fyrst.
Skrifa ummæli