13 júní 2007

6 dagar í sólina og sukkið (...sérstaklega Finnur)

Úfff...ég er alvarlega byrjaður að hlakka til ferðarinnar. Almennur kláði á þessa helstu staði, eins og lifrina magnast. Fór aðeins á dutyfree.is á netinu og sá þar mér til ómældrar ánægju 1 ltr af Vodka á 1075 kr sem er ólöglega lágt verð. Ég þarf nefnilega einnig að fjárfesta í Sony myndavél, spurning hvort það verði hérna heima eða í fríhöfninni. Ég er kominn með nóg af gömlu minni, mér finnst hún bara taka leiðinlegar myndir...spurning hvort það sé ekki ljósmyndarinn bara...

Greinileg óánægja með bolahugmyndina en engu að síður veðrum við að fara að skipuleggja þessar ferð í þaula með skipulagsfundi sem fyrst.
Ég ætla að vona að frú formaður sé byrjuð að punkta niður stikkorð fyrir árshátíðarræðu sína 24.júní næstkomandi. Einnig vil ég fá þaulskipulagðar ræður reglulegar á meðan dvöl okkar stendur.

Þessir eru að ráða gátu lífsins

Þynnkan segir til sín hjá þessum á Benidorm

4 ummæli:

Andri sagði...

13°C hiti núna þegar ég skrifa þetta á Tenerife (kl. 23:45) en spáin er 20°C á komudag, þriðjudag. Það er um hádegi þannig að búast má við kaldara veðri. Það er léttskýjað þá skv. spánni.

Hvurs lags kuldi er þetta??

Nafnlaus sagði...

Fundur?????

BíóTaggan sagði...

Það er spurning hvort að það sé fundur í pottinum í kvöld?? Jafnvel eitthvað að snæða á eftir.

Eða að hafa fund fyrir landsleikinn á sunnudaginn.

Vildi einnig benda ykkur á "rétta" veðurspá fyrir Tenerife. Lítur aðeins betur út en þessi sem Andri kom með...
http://www.weather.com/outlook/travel/businesstraveler/tenday/SPXX0210?from=36hr_topnav_business

Nafnlaus sagði...

Þetta er allt annað! Mætti halda að spáin væri fyrir aðra heimsálfu. Greinilegt að það er smá munur á norðanverðri eyjunni eða sunnaverðri.

27-28° er mjög gott og síðan 21° á næturna.

Báðar tímasetningar henta mér.