15 júní 2007

Jæja...3 dagar í stutta flugið

Okkur til ómældrar ánægju eru eingöngu 3 dagar í förina suðureftir. Ég skoðaði atlasinn hérna heima áðan til þess að skoða nákvæmlega hvar Kanaríeyjar væru. Ég hrökk í sundkút þegar ég sá hversu sunnarlega eyjurnar eru. Við erum hliðana á Sahara !


Annað, ég fór á stúfana og reyndi að skoða upplýsingar um Harry´s og sá þá umsögn eftir einhverja tuðru:
There is a poolside bar but right next door to the apps is Harry’s bar and this bar does good food and quiet cheap we ate there all week we were there, drinks were also cheapest at this bar well worth visiting. Overall these apps are very clean staff friendly has pool ,tennis courts & mini supermarket .

Einnig var mikið að lesa um Harry´s á:
http://www.tenerifenews.com/cms/front_content.php?client=1&lang=1&idcat=53&idart=1635

Ég átti í erfiðleikum að finna umsagnir um veitingastaði. Það kemur vonandi fljótlega.

Það mætti halda að framkvæmdavaldið væri dáið. Af seinustu 21 kommenti hafa þau einungis komið með 3, þar af eitt stórt. Ég gæti trúað að Adda væri hætt við að fara, miðað hvernig hún skeit yfir ferðina til að byrja með.

Síðan er það landsleikurinn á morgun gegn Serbum. Ég mæli með að við komum í höllina í ALLRA seinasta lagi kl. 19:30, helst fyrr. Ég óska eftir fundi í pottinum kl. 17:00-17:45 og síðan færum við að borða eftir pottinn og mætum að lokum beint á leikinn. Ég spái 7 marka sigri, en það verður 2 marka forysta í hálfleik.


Gróttan og Freyjurnar lengi lifi.....



Jæja...hver lítur út eins og 13 ára strákur?...þó með hösslglottið sitt...

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég sá engar breytingar á fólki!

En ég er ekki hætt við að fara til Tenerife bara á þjóðhátíð.

Ég tel að það sé nauðsynlegt að hittast fyrir leikinn og fara yfir stöðuna en hvernig er það,er ekki lokað í lauginni 17.júní? Við förum þá bara yfir stöðuna einhvers staðar yfir einum köldum!

Nafnlaus sagði...

Já það er lokað í Neslauginni á sautjándanum. Það er spurning um að krassa einhverja aðra laug þann daginn eða taka stöðuna eins og Adda sagði yfir mat og tveimur köldum. Ég mæli með árbæjarlaug þó að hún sé langt í burtu....eða súberlaugina í mosfellsbæ. Úff hvað ég væri til í það. Ég er reyndar ungur og vitlaus, það er kannski að þið gamla fólkið viljið fara í verstubæjarlaugina...??

Nafnlaus sagði...

...þið og Hemmi

Nafnlaus sagði...

Ekki svo langt frá því Andri, held ég hafi verið 16, góð mynd annars.

Nafnlaus sagði...

Ég vona að þú sért ekki sorry yfir kvöldinu... Af hverju fórstu svona snemma??

http://fylkir.com/fylkir/upload/images/handbolti/unglingafl._kvenna/undanurslit_haukar_001.jpg

http://fylkir.com/fylkir/upload/images/handbolti/unglingafl._kvenna/undanurslit_haukar_046.jpg

Brynjar sagði...

Hvaða drottning er þetta?

Allavega þarf ég að fara að vinna á eftir svo ég kemst ekki með ykkur. Annars eru þetta æðislegar myndir

Nafnlaus sagði...

Sunna sæta?? Hún er hundgömul prinsessa í Fylki. ´89 módel. Það slær reyndar ekki barnaníðinginn hann Þossa Snæ út en með því að sverta / blokka kommentið eftir Sunnu Jóns og copya það og síðan pasta í word þá getið þið fundið linka að myndum af henni.