17 júní 2007

2 dagar...

Jæja....tveir gífurlega langir dagar í ferðina. Mjög ljúft þegar ég skoðaði veðrið áðan. Við fáum í mesta lagi 2-3 daga með sól þarna úti. Allir hinir dagarnir eru T-Storms eða eitthvað bíó. Vonandi sól mestan part dagsins þó að þetta gangi yfir á nokkrum mínútum. Gríðarlega ljúft. Í staðin fyrir tvö pör af stullum verða tekin tvö pör af gallabuxum.

Annars var landsleikurinn leiðinlegur áðan. Engin stemning. Dómaranir voru í sultunni ásamt vörninni en djöfull var Alex ótrúlega góður.

Fúsilíus skutlar mér á völlinn ásamt Arnari og Finn. Spurning hvort þú Brynjar viljir ekki koma með líka? Vonandi getur einhver reddað fari til baka, á mjög svo kristilegum tíma, í kringum 3:00 aðfaranótt miðvikudags. Arnar sem sendi okkur eiginlega ekkert snemma út á völl fyrir Benidorm ferðina vill okkur út á völl upp úr 12:10 þegar vélin fer 14:45. Skil þetta ekki!!

Dorrit er frábær og hatar greinlega landið.






7 ummæli:

Andri sagði...

Búið er að breyta tímasetningunni á árshátíðarkvöldinu. Verður laugardaginn 23.júní í stað sunnudagsins 24.júní. Mikið skemmtilegri dagsetning og voru allir nefndarmenn Freyjunnar samhljóða á skipulagsfundinum á Red Chili fyrir landsleikinn áðan.

BíóTaggan sagði...

Hef nú engar áhyggjur af veðrinu, þetta bjargast allaf. En það er orðið suddalega stutt í þetta. Ef það verður slæmt veður, þá er alltaf hægt að vera inni á Harry's.

Landsleikurinn, potturinn og maturinn komu sterkir inn í dag.

En það er lykilatriði að vera mættur snemma útá völl, ýmislegt sem þarf að græja þar(kaupa myndavél, skola nokkrum niður o.fl.). Auk þess er ekkert betra að gera á þriðjudaginn....nema bíða eftir að leggja af stað.

p.s. eðlilegar myndir eins og venjulega....

Nafnlaus sagði...

Ég held að fleygurinn fái alveg 9,28 í einkunn!

Brynjar sagði...

Ég þigg síðasta sætið, takk

Brynjar sagði...

Mig vantar nauðsinlega titil í þessu félagi. Var að spá í að sækja um sem áfengisráðgjafi freyjunnar

Nafnlaus sagði...

SÖK

Dræsan var mín frilla
Ekki er um að villa
ég stundum var að vona
að yrði einn dag kona
son einn hún mér aldi
en marga aðra kvaldi



kannski kvalir tekur

guð og syndir máir
hvað hann skyldi segja
ef ég væri sekur

ÓÁS

Brynjar sagði...

Þetta fann ég á síðunni hans Óla Sveins...

Ég ætla ekki að tjá mig frekar um þetta enda orð sennilega óþörf.