10 október 2007

Freyjurnar komnar á vaktina aftur....


Úff...

eftir 2 mánaða pásu koma Freyjurnar tvíefldar til baka. Þar á undan var gríðarlegt álag sem var toppaði með góðri Þjóðhátíðarferð. Eitthvað sem verður klárlega ekki endurtekið að ári.


Háttvirtur formaður Freyjunnar, Freyjan sjálf, kom með mjög slaka hugmynd um daginn. Freyjuhittingur á jólahlaðborði í desember. Ég held að við séum búin að staðfesta þessa uppákomu. Það eina sem setur strik í reikninginn hennar Erlu Gísla, er prófatími Bíótöggunnar. Það er búið að vera svo mikið að gera hjá honum að undanförnu, en hann ætlað að harka þetta af sér og skoða próftöfluna á næstu dögum og vonandi í kjölsoginu af því láta nefndarmenn vita.


Annað atriði sem er á takteinunum er Árshátíðarferð Freyjunnar 2008. Við eigum eftir að ákveða staðsetningu þó að Freyjuhjónin vilji fara til Portúgal, og þar sem þau hafa framkvæmdavald og eru með 3 af 5 atkvæðum að baki sér geta þau slegið ferðinni föstu. Það er klárt mál að þetta mál verður ekki svæft í nefnd.


Nóg í bili..

Fátt sem toppar Ægi(s)síðuna

6 ummæli:

Dabbi sagði...

Kæri Ritari

Sem varaformaður Freyjunnar vil ég meina að formaður Freyjunnar ætti að vera kölluð hæstvirtur formaður vegna þeirra virðingar sem hún hefur hlotið frá stofnun Freyjuklúbbsins.

Ég er afar ánægður með ákvörðun okkar á jólahlaðborðinu og hvað þá næstu árshátíðarferð Freyjunnar. Við þurfum því að planta tíma fyrir næsta fund Freyjunnar og ákveða dagsetningar, staðsetningu o.fl. fyrir næstu atburði.

Nafnlaus sagði...

hvernig væri að við slepptum tan ferðinni og færum í einhverja borgarferð? Eða er það bara ég?=) Er samt alltaf til í að fara út um allan heim með ykkur=)

Nafnlaus sagði...

Við erum að tala um tanferð um sumarið....aftur á móti getur borgarferð orðið um haustið eða veturinn.

Bara bæði takk fyrir.

Nafnlaus sagði...

Af því að þú verður svo tanaður þá???=)

Nafnlaus sagði...

Þó að það sé sumar þá þarf nú ekkert endilega að fara í tanferð... af hverju ekki að fara í tanferðir á veturna og borgarferðir á sumrin?

Brynjar sagði...

Er ritarinn að skíta á sig? Ég er búinn að frétta af atburðum á döfinni alla leið hingað sem enn er ekki búið að fjalla um á síðunni... fuss