07 mars 2008

Aðalfundur Freyjuklúbbsins á næsta leiti

Jedúddamía...

það styttist skemmtilega hratt í aðalfund Freyjuklúbbsins. Hann verður haldinn fimmtudaginn 20.mars á Skírdag á Ægisíðunni. 13 dagar til stefnu...

Tilhlökkun á hæsta stigi. Ég tel að leynigesturinn minn sé þokkalega góður en hann vildi endilega taka fyldarsvein/fylgjarfreyju með sér þannig að ég heimilaði það að sjálfsögðu. Þannig að teymið mitt verður 2 stykki.

Maturinn verður ekki af verri endanum ef ég þekki Hlöðver rétt.
Humartrix í forrét
Nautalundir í aðalrétt
Angelfood-kaka í eftirrétt
.
Andri, Arnar, Arndís, Davíð auk Hauks (rímar) heiðursfélaga og Laugu heiðursfélaga verða í matnum sem hefst stundvíslega kl. 18:30 en mæting í fordrykk er stundvíslega 17:30. Bannað að mæta of seint Arndís María! Spurning um að hafa alvöru fordrykk og hafa bollu...

Síðan kl. 21:30 munu leynigestirnir koma, einn af öðrum og mikil gleði verður við völd. Í kringum 23:00 er síðan Ægisíðan opin fyrir gestum.

Eru þið ósammála einhverju áðurnefndu?



4 ummæli:

Brynjar sagði...

Ég verð erlendis á skírdag, nánar tiltekið með Komma að fara yfir framtíð Gróttunnar og skoða hvernig við eigum að skipuleggja starfið þegar kemur að því að við tökum við taumunum.

Er búið að festa ákveða að hafa föstudaginn langa==þynnkudaginn langa

Nafnlaus sagði...

Í fyrra var æfing kl. 10:00, þannig að hresslekinn þann daginn geigvænlegur.

Dagurinn mun verða MJÖG langur...

Dabbi sagði...

Brynjar minn! Þetta var ákveðið fyrir ári síðan þannig að þú hefðir alveg getað skipulagt aðeins fram í tímann.

Ég er ánægður með skipulagningu ritarans, veitingarhúsið Ægisíðan er klárt með matseðilinn en fordrykkur verður seinni tíma vandamál.

Leynigesturinn minn verður vonandi klár í vikunni. Annars er maður bara í niðurtalningunni.

Brynjar sagði...

Ég var alveg með þetta á hreinu. Þetta var bara eini sénsinn á að komast til DK.