20 desember 2008

Virkjun hjá Freyjunni

Jæja...

Þegar kreppan stendur sem hæst, öll virkjunaráform eru lögð til hliðar og munaður íslensku þjóðarinnar er saltaður stendur Freyjan knarrreist og lætur engan bilbug á sér finna. Hér með virkjast Freyjusíðan á ný með von um fögur fyrirheit.

Freyjumeðlimir ætlast að hittast á Rekagrandanum kl. 18:00 stundvíslega og ræða þjóðfélagsmálin. Gjaldkerinn verður með léttan fordrykk í boði sjóðsreiknings Freyjunnar, Nýja Fylgikonan og formaðurinn sjá um aðalrétt kvöldsins en varaformaðurinn og ritarinn sjá um snakk og með því eftir mat.

Sjáumst kl. 18:00...

20 mars 2008

18 mars 2008

2 dagar....

iiiiiííííí....

2 dagar í Skírdaginn. Óformlegur fundur var settur í gærkvöldi, mánudagskvöld í bönkernum á Víkurströndinni. Það var boðskortagerð kláruð og dagurinn í dag fór í að dreifa þeim, þannig að allir gestir, leynigestir og heiðursfélagar ættu að vera komnir með kort í hendurnar.

Eins og fyrr segir er fordrykkur kl. 17:30 á Ægisíðu 123. Mæta skal stundvíslega.

Ef ég segi fyrir mína parta, fer ég í Ríkið á milli 11 og 12 á morgun, miðvikudag. Þeir sem vilja fjölmenna með mér geta haft samband við mig í fyrramálið.

Eins og fyrr segir, þá ógildir óölvun miðann (nema í tilfelli Finns), þannig að menn og konur skulu halda rétt á spöðunum (glasinu) ...

Lifi Freyjan!!
Ritari

09 mars 2008

11 dagar í aðalfundinn....

Spennan magnast. 11 dagar eru í aðalfund Freyjuklúbbsins.

Ég vil byrja á að lýsa óánægju með dræmar undirtektir við annars fínni grein minni á föstudaginn. Mjög lélegt af hæstvirtum formanni og háttvirtum gjaldkera.

Formaður vor kom með mjög slaka hugmynd í lok vikunnar; senda út boðskort til stofnmeðlima sem og leynigesta. Hafa þetta svolítið formlegt. Jafnvel að senda heiðursfélögum einnig boðskort. Ég hitti þau um helgina og voru þau vægast sagt í öðrum hugleiðingum...einmitt. Þau hlakka ekkert til....

Hvernig hljóma þessa tímasetningar? 17:30 fordrykkur. 18:30 matur. 21:00 leynigestir. (ath smá breyting frá fyrri hugmynd) og 23:00 gestir.





07 mars 2008

Aðalfundur Freyjuklúbbsins á næsta leiti

Jedúddamía...

það styttist skemmtilega hratt í aðalfund Freyjuklúbbsins. Hann verður haldinn fimmtudaginn 20.mars á Skírdag á Ægisíðunni. 13 dagar til stefnu...

Tilhlökkun á hæsta stigi. Ég tel að leynigesturinn minn sé þokkalega góður en hann vildi endilega taka fyldarsvein/fylgjarfreyju með sér þannig að ég heimilaði það að sjálfsögðu. Þannig að teymið mitt verður 2 stykki.

Maturinn verður ekki af verri endanum ef ég þekki Hlöðver rétt.
Humartrix í forrét
Nautalundir í aðalrétt
Angelfood-kaka í eftirrétt
.
Andri, Arnar, Arndís, Davíð auk Hauks (rímar) heiðursfélaga og Laugu heiðursfélaga verða í matnum sem hefst stundvíslega kl. 18:30 en mæting í fordrykk er stundvíslega 17:30. Bannað að mæta of seint Arndís María! Spurning um að hafa alvöru fordrykk og hafa bollu...

Síðan kl. 21:30 munu leynigestirnir koma, einn af öðrum og mikil gleði verður við völd. Í kringum 23:00 er síðan Ægisíðan opin fyrir gestum.

Eru þið ósammála einhverju áðurnefndu?



17 desember 2007

5 dagar.....

Jerímías....
Núna eru 5 dagar í tilhlökkunina.

Þeir sem eru pottþéttir:

Andri
Anna Ú
Arnar Kristinn
Arndís María
Davíð Örn
Finnur Ingi
Hermann Þór
Íris Björk
Þórunn

Þetta eru 9 stykki. Núna þurfa Brynjar Örn og Eva Margrét að fara að ákveða sig. Hvað með 12.sætið ef þau bæði koma?

Alveg rétt sem Arndís María nefndi í kommenti við seinustu frétt. Við þurfum að ákveða hvar fordrykkur skal vera haldinn. Ég myndi bjóða heim ef foreldrarnir væru ekki búnir að steralisera húsið eftir jólaglöggið um seinustu helgi.


16 desember 2007

6 dagar......

Jæja...

nú er 6 dagar í jólahlaðborðið góða á Lækjarbrekku. Get varla beðið. Hvernig var þetta aftur hæstvirtur formaður? Eigum við skráð borð kl. 20:30 eða 21:00?