29 nóvember 2007

Jólahlaðborð

Jólahlaðborð Freyjunnar er laugardaginn 22.desember kl. 21:00. Það verður haldið á Lækjarbrkku við Bakarabrekku niðri í miðbæ.

Þeir sem vilja sjá frekari upplýsingar um Brekkuna góðu: http://laekjarbrekka.is/hopamatsedill.php#jolahladbord

Þeir sem eru klárir: Andri, Adda, Arnar, Anna, Davíð, Finnur, Hemmi, Íris, Þórunn.

Þeir sem hafa ekki gefið endalegt svar eru: Brynjar og Eva

Er ég að gleyma einhverjum????

22 nóvember 2007

22.nóvember 2007

Jæja....
Kominn tími á eitt stykki pistil eða svo.

Engir skipulagðir fundir hafa átt sér stað í Freyjuklúbbnum að undanförnu að frátöldum gríðargóðum fundi á Víkurströndinni um daginn þegar kex og ostar voru á boðstólnum. Mexíkó osturinn var hrikalega skemmtilegur líkt og kvöldið í heild sinni. Ýmis málefni voru skeggrædd þetta kvöldið þó að sumir hafi meira verið í drykkjukeppni við sjálfan sig. Sá hinn sami endaði öruggur niðri í bæ. Guðrún markmaður var gestur fundarins en auk Freyjumeðlima voru mættir bílstjórinn, Jokkim og fylgikonu bílstjóra.

Það mál sem rætt var hvað mest var utanlandsferð næstkomandi vor eða fljótlega eftir vorpróf. Meirhluti Freyjunnar voru á því að leggja ætti Bandaríkin undir sig þetta árið og auk þess að líta við í S-Amerkíku. Virtur bílstjóri Freyjunnar auk gjaldkera geta kannski frætt okkur um hvað land er heitast í dag.

Nokkrum dögum síðar kom sú skemmtilega hugmynd upp að skella sér á jólahlaðborð og var sú hugmynd kæfð við fæðingu..... Margir góðir kostir hafa verið bornir á borð en líklegast er að Freyjan hendi sér á stað nálægt miðbænum þann 21.desember næstkomandi. Stemning hefur myndast að undanförnu um Vox á Hótel Hilton, Nordica. Ritari veit ekki nákvæmlega hver er í jólahlaðborðsnefnd er hann heldur þó að Finnur auk framkvæmdavaldsins séu að skoða kosti og galla þessa helstu staða víðsvegar um borgina.

Ég held að það sé ekki fleira í bili.....

Spurning hvort gjaldkerinn taki puttann úr rassinum á sér og fari að koma myndum á netið. Bæði bústaðaferðamyndirnar sem hann var næstum því búinn að glata með sínum aulaskap auka Herrakvöldsmynda.

Poka-Ása hvað....